Svartur dagur í sögu þjóðar

Staðfestir ekki Icesave-lög
Innlent | mbl.is | 5.1.2010 | 11:07
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að synja nýsettum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingu. „Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur," sagði Ólafur Ragnar meðal annars í yfirlýsingu.
Lesa meira

Það eru greinilega meiri völd sem "forseti" Íslands hefur eða tekur sér en kjósendur til þessa embættis gera sér grein fyrir.

Hann hefur - eða tekur sér einræðisvald á örlögum þjóðar.

Sjálfur hef ég talið að með minni atkvæðagreiðslu að ég væri að kjósa svona meðal samkvæmisljón þarna suður á Álftanesið við móttöku opinberra gesta sem við viljum sýna virðingu.

Annað er komið á daginn.

Alþingi íslendinga sem við kjósum til í þeirri trú að þar fari fram umsjón með fjöreggi þjóðarinnar- er gert að ómerkingi- markleysu.

Það er mjög alvarleg meinsemd í okkar stjórnarskrá varðandi hver hefur völdin í þessu þjóðfélagi.

Nú taka við erfiðir tímar hjá íslenskri þjóð.

Sá aðili sem við töldum forseta hefur tekið sér einræðisvald. Höfnun laga réttkjörinna stjórnvalda er stórt áfall. Tómarúm blasir við.

Og í fyrramálið flýgur þessi "forseti" af landi brott - til Indlands.

Væntanlega hefur hann þar þarfari hnöppum að hneppa en hjá þessari þjóð sem nú eru rústir einar.

Nú ríkir svartsýni í upphafi á nýju ári.

Enginn veit hver framtíðin verður...


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri helvítis drama drottningin! Hvað á maðurinn að gera með undirskriftarlisti í höndum sér frá 1/4 þjóðarinnar.

Hann er ekki að taka sér neitt einræðisvald. Heldur er AUGLJÓS gjá á milli vilja alþingis og almennings. Því er þetta fullkomnlega skiljanleg ákvörðun, gamli minn.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir kurteistlegt svar. Þessi undirskriftarsöfnun er markleysa. Það hefur verið sýnt fram á þaðþ Opinberar stofnanir haf greitt þar atkvæði.  Já þjóðin er klofin og ekki hefur #forsetinn" mjökkað þá gjá.

Sævar Helgason, 5.1.2010 kl. 13:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Forsetinn gat og átti að staðfesta lögin strax á gamlársdag.   Hann gat vísað til þess að milliríkjasamningum er ekki hægt að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég get ekki séð að honum sé stætt á því að sitja í embætti eftir þetta útspil enda var auðheyrt á hans óstyrka málrómi við lestur á fréttatilkynningunni og seinna í svörum við spurningum blaðamanna að þar fór maður sem var óviss um afleiðingar gerða sinna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sævar.  Hvað voru margir þingmenn sem vildu vísa þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Var það ekki um helmingur þingmanna?  Er ekki nægjanlegur vafi, í þínum huga, að kjósa um þetta stóra mál?  Finnst þér rétt að 30 þingmenn af 63 séu vissir í sinni sök og þrír greiddu atkvæði gegn sannfæringu sinni vegna flokksaga.  Er það ekki skrumskæling á lýðræðinu. 

Forsetinn er umboðsmaður íbúa landsins, og þó finna megi að skoðanakönnunum og undirskriftalistum, mega menn ekki vera það flokksblindir að sjá ekki að það er ágreiningur um þetta mál meðal þjóðarinnar, - bullandi ágreiningur.  Forsetinn sér þetta og er að vinna úr þessu erfiða máli og það hefur ekkert með einræði að gera, - þvert á móti.  Hann er að gefa þjóðinni kost að segja sitt álit.  Er það ekki lýðræði??

Jóhannes, skýrðu það betur að ekki sé hægt að visa milliríkjasamningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Hvað hefur þú fyrir þér í því? 

Á þá ekki að vísa til þjóðarinnar hugsanlegum samningum um inngöngu í ESB?

Benedikt V. Warén, 5.1.2010 kl. 14:31

5 identicon

Það eru engin íslensk lög sem kveða á um að ekki sé hægt að vísa milliríkjasamningum í þjóðaratkvæðagreiðslu (allavega veit ég ekki betur.)  Hins vegar eru til dönsk lög sem kveða á um slíkt og var minnst á þau í fréttum fyrir nokkrum dögum.

Mér finnst því líklegt að Jóhannes hafi eingis fylgst með fréttum með öðru auga og talið dönsku lögin vera íslensk.

Rúnar Örn Birgisson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Benedikt, við lifum á skrítilegum tímum núna. Við hrun Íslands þá urðu alltí einu til 200 þúsund forsætisráðherra ígildi sem þóttust vita allt best. Allt fram að því vorum við tiltölulega sátt við ríkjandi fyrirkomulag á fulltrúalýðræðinu. Á meðan ekki hafa verið gerðar umbætur á stjórnarskránni varðandi stöðu forsetans og kosninga og kjördæmaskipan auk allra annarra nauðsynlegra lýðræðisumbóta þá tel ég að við eigum að byggja hér á hefðum varðandi umboð þjóðarinnar til alþingis og umboð alþingis til ríkisstjórnarinnar.  Ég tel ekki rétt af Ólafi Ragnari að breyta eðli embættisins að sínum geðþótta. Það skapar hættulegt fordæmi.

Varðandi spurningu þína um hugsanlegan samning um inngöngu í ESB þá er það mín skoðun að spurja hefði átt þjóðina fyrir það fyrsta hvort við hefðum átt að sækja um.

Ef þjóðin vill sækja um þá treysti ég fulltrúum okkar á þingi til að ná ásættanlegum samningum eða hætta við umsóknarsamning allt eftir efnum og aðstæðum.  Þannig að svarið er bæði já og nei.  Nema í tilfelli ríkisábyrgðar þá er ekki hægt að fela þjóðinni að ákveða hvort við borgum ice save skuldina eða ekki.  Ríkisábyrgðin er spurning um lán sem þegar er búið að veita með skilyrðum sem allir aðilar hafa skrifað undir. Við breytum þeim ekki einhliða. Hvorki á alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mun forsetinn brátt átta sig á og þeir lýðskrumarar sem hæst láta

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 15:00

7 identicon

Hvernig í ósköpunum getur það að senda eitthvað í atkvæðagreiðslu þar sem allir fá að kjósa þótt einræðislegt?

Óli (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:06

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og fyrst einhverjir eru að gera sig merkilega og þykjast vita eitt og annað í lögum þá vil ég benda á að þjóðin getur aldrei orðið aðili að milliríkjasamningum.  Þjóðin felur alþingismönnum vald sitt sem svo aftur veita framkvæmdavaldinu umboð sitt allt eftir samsetningu ríkisstjórnarinnar.  Eins segir í stjórnarskrá: Forsetinn hefur völd til að gera samninga við önnur ríki, náða menn, rjúfa þing, gefa út bráðabirgðalög og skipa embættismenn. Hins vegar er forsetinn ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Þessi völd eru því í reynd hjá ráðherrum

Þessvegna er ákvörðun forseta jafgildi vantrausts á ríkisstjórnina og hún ætti samkvæmt því að segja af sér

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 15:14

9 Smámynd: Sævar Helgason

Benedikt

Almennur skilningur á forsetaembættinu hefur verið að það væri sameiningartákn þjóðarinnar. Engar deilur hafa verið um það -fyrr en Ólafur Ragnar fer að höndla með embættið- þvert á fyrri forseta. Hann hefur vakið upp deilur með þjóðinni-ósætti. Ólafur Ragnar gerðist aðalhvatamaður og forgöngumaður útrásarinnar , sem hefur m.a komið þjóðinni á hnén. Hann marg verðlaunaði þá sem nú eru kallaðir skúrkar þjóðarinnar. Hann hefur glatað trausti mjög margra. Varðandi atkvæðagreiðslu þingmanna 30. des sl. - er rétt - þingmenn greiddu atkvæði mjög misvísandi innan heildar atkvæðagreiðslunnar um ábyrgð á ICESAVE klúðrinu. Að mínum mati varð Alþingi í heild sér til minnkunnar það kvöld. Ljóst er að mikill ágriningur er meðal þjóðarinna um Icesave málið- og síðustu atburðir hjá forseta auka þann ágreining mjög - hann verður harðari- eða mér finnst svo.

Nú tekur ICESAVE samningurinn gildi (frá ágúst sl.) og síðan eftir einhverja mánuði verður honum sennilega hafnað í þjóðaratkvæði. Fram að þeim tíma logar þjóðfélagið.

Annar möguleiki er að stjórnin segi af sér og  efni til kosninga í vor. Þá bætist við mikill eldiviður í umræðuna sem skýrsla Rannsóknarnefndar upplýsir.

Kannski fella Bretar og Hollendingar samninginn ú gildi og við fáum allann pakkan í andlitið.

Allavega, það eru að mínu mati mjög erfiðir tímar framundan hjá þessari þjóð.

En takk fyrir þína útlistun,Benedikt

Jóhannes Laxdal.

Ég er efnislega á sama máli og þú

Og takk fyrir þá útlistun, Jóhannes L.

Sævar Helgason, 5.1.2010 kl. 15:33

10 identicon

Ég er algjörlega sammála þér. Forsetinn á að segja af sér.

sigurður (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband