Sjálfstæðisflokkurinn og ICESAVE

Flokkarnir hætti að rífast um Icesave
Innlent | mbl.is | 19.1.2010 | 16:49
Þráinn Bertelsson alþingismaður. Þráinn Bertelsson alþingismaður segir þjóðarnauðsyn að stjórnmálaflokkarnir hætti að rífast um Icesave og snúi sér að því að leysa málið. Hann segir að rökræður sem átt hafi sér stað á fundum formanna flokkanna ekki benda til þess að menn séu leysa málið.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Stendur það Sjálfstæðisflokki ekki næst að ganga til samstarfs um að leysa þetta illvíga mál ? 

Á haustdögum 2008 þegar eftir bankahrunið  skrifðu þeir Davíð Oddsson þáv. Seðlabankastjóri og Árni Matthiesen þáv. fjármálaráðherra  undir skuldbindingu Íslands gagnvart Hollendingum og Bretum vegna ICESAVE- fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Á þeim samningi grundvölluðu Bretar og Hollendingar útgreiðslu til innistæðueigenda í þessum hörmungarbanka Landsbankanum- til sinna þjóða.

Íslenska þjóðin var sett í ICESAVE skuldahlekkina á þessari stundu.

Það stendur því uppá Sjálfstæðisflokkinn að ganga til samstarfs um lausn á þessu máli og það áður en íslenska þjóðin fer efnahagslega á hnén eins og að stefnir að óbreyttu og eða fer í greiðsluþrot.

 


mbl.is Flokkarnir hætti að rífast um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þú gleymir einu - íslendingar skyldu gangast við öllum sínum skuldbindingum, enda væru þær í samræmi við gildandi lög og rétt.  Það skiptir öllu máli þar sem við erum EKKI skuldbundnir skv. lögum eins og próf. Sigurður Líndal, próf. Stefán Már og Lárus Blöndal hafa allir margbent á.

Sigurður Sigurðsson, 19.1.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Sævar Helgason

Sigurður !

Ef svo er þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér fyrir því að görðir hans á haustdögum 2008 verði dæmdar ómerkar og að engu hafandi- Hann getur þá byrjað vegferðina á þeim púnkti . Endilega að Sjálfstæðiflokkur losi hlekkina af þjóðinni- Hann er gerandinn mikli...

Sævar Helgason, 19.1.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir halda að ekki þurfi að standa við gjöðir þjóðkjörinna manna. Það verður ervitt að snúa upp á lagabókstafina svona eftir á. Þeir sem það reyna endalaust án árangurs hljóta nú að láta af þráhyggjunni.

Næg er nú þjóðarskömmin vegna ó-ábyrgrar hroka-framkomu sumra.

Þráinn sér þetta náttúrulega eins og allt hugsandi fólk. Ég er mikið sammál Þráni í því að hætta að þjarga um þetta mál eins og leikskóla-börn. Það er skömm að því hvernig fullorðið fólk hefur hagað sér á svo alvarlegum tímum. Hér eru heimili umvörpum að fara í þrot með hörmulegum afleiðingum og því hefur Þráinn ekki gleymt. En sumir virðast bara vera á annari plánetu, svo langt eru þeir frá að hafa áhyggjur af því alvarlega vandamáli. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Sævar Helgason

Anna Sigríður !

Ég er sammála þér.

Sævar Helgason, 19.1.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er nú gott að einhver hefur breitt bak. Var ekki annar flokkur líka við völd, ég man ekki betur, en það má ekki tala um hann. Bretar og Hollendingar borguð sjálfir á sína ábyrgð í upphafi án nokkurs samráðs. Ríkistjórn okkar núverandi var með allt í hendi sér að fara rétta leið með þetta en HÚN ákvað að þjóðin borgi frekar en þeir sem áttu að borga. Það finnst mér ekki rétt. Við öll ættum fyrst að fara að hafa áhyggjur ef þessi Icesave 2 verður samþykktur á herðar okkar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:03

6 Smámynd: Sævar Helgason

Ingibjörg Guðrún !

Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Það var ekki fyrr en undirskrift Íslands lá fyrir sem Bretar og Hollendingar greiddu sínu fólki út innistæður - áður höfðu Íslendinga tryggt allar innistæður hér á landi meira segja í peningamarkaðssjóðum sem voru áhættusjóðir utan tryggingasjóðs innistæðna.   Sjálfstæðisflokkurinn var með forsætisráðherra (efnahgsráðuneyti),fjármálaráðherra og Seðlabankastjórann við hrunið 2008 . Viðskiptaráðherra var viljandi haldið utan við alla vitneskju mála..

Sævar Helgason, 19.1.2010 kl. 23:11

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá veltir maður fyrir sér: höfðu þessir menn heimild til þess arna þ.e. skrifa upp á slík?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 23:30

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Arinbjörn, þetta er rétt athugað hjá þér. Samkvæmt stjórnarskrá þá hefur framkvæmdavaldið ekki heimild til að skuldsetja ríkið

Ríkisábyrgðin verður felld og þá er málið hjá Bretum og Hollendingum. Tryggingasjóðurinn er tómur og þessvegna verður að koma til málamiðlun.  Núna reynir á ESB. Ef þeir geta ekki miðlað málum og komið að deilunni þá höfum við ekkert að gera með að sækja um aðild.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2010 kl. 07:40

9 Smámynd: Sævar Helgason

Það besta sem þessi þjóð gat gert í þessu ICESAVE klúðri Sjálfstæðisflokksins - var að samþykkja miklu hagstæðari samning sem náðist fram í vor með ,5.5 % vöxtum í stað 6.7 % eins og Sjálfstæðisflokkur samþykkti haustið 2008 og að auki lengdist lanstíminn um 4 ár.

Ef íslenska þjóð hefði borið gæfu til þess að ganga frá málinu sl. vor-væri hér á landinu allt annað efnahagsumhverfi og þjóðinni hagstæðara. Endurreisnin væri komin vel á veg, lánakjör miklu betri og bráðnauðsynlegar framkvæmdir gegn atvinnuleysinu komar á fullt.

Þessu hefur fólkið látið stjórnarandstöðuna leiða sig út í að hafna. 

Og nú stefnir í enn verra. Höfnun ICESAVE samninganna í þjóðaratkvæðagreiðslu þýðir að lifskjörin snarversna hér á landinu . Það vill engin þjóð hafa með skuldasvikara að gera. Við einagrumst.

Oft er vitnað til þrautseigju þjóðarinnar varðandi þorskastríðin við Breta og við talin hafa unnið þar sigur vegna þrautseigju.

Sannleikurinn er sá að það var gríðarlega mikilvæg herstöð í landinu og kalda stríðið í hámarki. Bandaríkjamenn beittu sér fyrir að Bretar gáfu eftir.

Nú er engu slíku afli til að dreifa. við erum alein hér norður í ballarhafi og öllum er sama. Við eigum núna allt undir okkur sjálfum að við tökum réttar ákvarðanir.

Og rétt afstaða er að samþykkja þá skilmála sem liggja í ICESAVE samningnum frá 30 des. 2009

Og förum að byggja landið upp eftir rústun frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins- nóg er komið af eymdinni.

Sævar Helgason, 20.1.2010 kl. 11:01

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sævar, ég held við verðum að vera raunsæ og viðurkenna að ríkisábyrgðin verður felld og þar með getur ekkert stjórnvald gert samning við Breta og Hollendinga sem veitir ríkisábyrgð á skuld tryggingasjóðsins. Byggjum upp málsrök og hættum þessari undirlægju. Látum gera sakamálarannsókn á starfsemi Landsbankans með það fyrir augum að sýna svo ekki verði um villst að þar var stunduð kerfibundin svikastarfsemi sem á lítið skylt við bankarekstur og því sé íslenska þjóðin ekki skaðabótaskyld.  Það þarf að leysa skilanefndina frá störfum og fela SFO að fara í gegnum allt bókhald bankans undanfarin ár og rannsaka sérstaklega hvað stjórnendur bankans voru að bauka í kjöffar hrunsins. Hvað voru Björgólfur og Sigurjón að gera í bankanum eftir að skilanenfdin tók hann yfir?  Og svo þarf örugglega að ógilda ýmsar ákvarðanir skilanefndarinnar og stjórnar NBI. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2010 kl. 12:33

11 Smámynd: Sævar Helgason

Jóhannes L.B.

Best væri að geta hent þessu ICESAVE klúðri út í hafsauga. En þetta er milliríkjadeila og efnahagslegt stríð. Og í stríðsástandi eru lög og lagaflækjur innanlands, lítilsvirði. Við höfum hafnað Evrópudómstólaleiðinni og Alþjóðadómstólinn í Haag viðukennum við ekki - það var okkur hagstætt í landhelgisdeilunum. Og enginn vafi er á að samþykkt Íslendinga á haustmánuðum 2008 með undirskrift stjórnvalda sem alþjóðasamfélagið tekur gilt-hvað sem innri lögum okkar líður- eru okkar skuldahlekkir.  Síðari tíma lagfæringar á þeim frumsamningi hafa aðeins lagað stöðu okkar. Við komumst ekkert hjá því að greiða þessa samþykktu skuld.  Annað er óskhyggja.

Eftir höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur leiðin aðeins niður hjá þessari þjóð-efnahagslega.  En þjóðin tekur áhættuna- og þá þýðir lítið að væla eftir á.

Ég segi í þeirri atkvæðagreiðslu-barna minna og barnabarna vegna....

Sævar Helgason, 20.1.2010 kl. 13:03

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sævar, ég var sammála þér og taldi það gerræðislega ákvörðun ÓRG að synja staðfestingar. En nú er bara komin upp þessi staða og við verðum að vinna úr henni. Alþjóða kapitalið mun reyna að kúga okkur og beita okkur efnahagslegum þvingunum og eru þegar byrjaðir en það skiptir bara ekki máli. Þjóðin mun fella þessi lög og hvað þá? Hvað getur  AGS, Bretar og Hollendingar gengið langt í að kúga sjálfstæða þjóð, sem varð fyrir efnahagslegri kollsteypu?  Væri þá ekki réttast að stefna þeim ráðherrum fyrir landsdóm sem á ögurstundu skuldbundu þjóðina til að greiða 1 stk landsframleiðslu á einu augabragði....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2010 kl. 13:29

13 Smámynd: Sævar Helgason

Þeir sem yfirgefa okkur er alþjóðaefnahagssamfélagið - púnktur. Lán verða ekki í boði nema á afakjörum sem rýra lífskjör okkar enn meir. 2012 verður okkur sérlega erfitt með afborgun lána sem þá falla uppá einhverja hundruð milljarða. Orkufyrirtæki fá engin arðsöm lán til orkuframkvæmda- það heldur hver í halann á öðrum.  Ég sé ekki að að það hafi nokkuð breyst hjá okkur gagnvart umheiminum eftir 30.12. 2009  . Smá umræða í lesendabréfum og leiðurum erlendis. En það eru stjórnmálaöflin sem ráða . Við getum deilt hér á skerinu, en í milliríkjadeilu sem þessari eru önnur lögmál sem við stjórnum ekki ein og sér .

En þjóðin á að kjósa um íþyngjandi mál- þannig mál eru alltaf og allstaðar felld í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Sævar Helgason, 20.1.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband