Hindrar Icesave birtingu skýrslu Rannsóknarnefndar ?

Skýrslan frestast enn lengur
Innlent | mbl | 25.1.2010 | 11:04
Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson á blaðamannafundi þar... Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður ekki birt 1. febrúar eins og stefnt hefur verið að. Aðalástæða þess er sú að nefndin hefur í störfum sínum fundið fleiri atriði sem hún telur sig þurfa að gera grein fyrir. Er nú stefnt að því að skila skýrslunni um mánaðarmótin febrúar og mars.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Þessi tilkynning um enn eina frestunina á birtingu þessar Hrun-orsakaskýrslu- er ótrúverðug í augum okkar almúgans.

Það eru liðni 3 mánuðir frá því skýrsla átti að koma út.

Og ennþá er henni frestað a.m.k um einn mánuð.

Annaðhvort er hér á ferðinni ómarksvisst verklag eða pólitísk inngrip.

Eðlilegt er þetta ekki.

Er það hið pólitíska inngrip sem vegur þyngst ? 

Er verið að fresta birtingu vegna mikilvægis þess að ICESAVE- klúðrið verði komið í loka farveg eða því lokið ? 


mbl.is Skýrslan frestast enn lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eitt sem ekki gengur upp er andmælaréttur þeirra sem sökum eru bornir. Við eigum rétt á að kynna okkur hvað kom í ljós við rannsókn málsins án þess að viðkomandi afflytji þær niðurstöður með einhverjum útúrsnúningum. Skýrslan er ekki réttarskjal sem slík. Ég  tel víst að stjórnmálastéttin núverandi og fyrrverandi beri mesta sök og það mun kalla á nýjar kosningar. Við getum ekki sætt okkur við að sumt af þessu fólki sitji áfram á þingi og sé stikk. Hvernig sem á allt er litið þá hefur allt farið á versta veg og sökin er stjórnmálamannanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.1.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband