Tónlistarhúsið fjármagnað með Icesave fjármunum ?

Beint í meginmál síðu.

Vísir, 26. jan. 2010 15:36

mynd Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík er líkast til fjármagnað að hluta til með Icesave. Þetta segir útvarpsmaður Hjálmar Sveinsson sem gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Húsið sé því að einhverju leyti í boði breskra líknarfélaga og bæjarfélaga.

Hjálmar fjallar um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í pistli á Eyjunni. Hann segir framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portus, sem var í eigu Landsbankans og Nýsis, hafi sagt sér að árið 2007 hafi framkvæmdirnar verið stopp því Landsbankanum tókst ekki að útvega meira fjármagn. Nokkrum vikum síðar hafi fjármagnið farið að flæða á ný og framkvæmdir haldið áfram af fullum krafti fram á haustið 2008.

„Framkvæmdarstjórinn kvaðst ekki í nokkrum vafa að þarna voru Icesafe-peningar á ferð. Það þýðir að tónlistarhöll okkar Reykvíkinga er að einhverju leyti í boði breskra líknarfélaga, bæjarfélaga, lögreglufélaga og einstaklinga sem settu sparnaðinn sinn inn á Icesafe-reikninga árin 2007 og 2008," segir Hjálmar í pistlinum sem er hægt að lesa hér.

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta er sennilega staðreyndin. Ekki gerir það hlut okkar betri í þessari Icesave deilu. Líklega er mörg byggingin hér greidd með þessu fé.  Og 65-70% af Íslendingum vill ekki greiða túskilding til baka af þessu ránsfé frá Bretlandseyjum. Ekki mjög hátt siðferðisstig á Íslandi í dag....Svarið kemur fram í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun mars 2010....Við bíðum þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Sævar. Ögn er þetta skot þitt neðanbeltis. Ætli það séu einmitt ekki um það bil 65-70% íslendinga sem vildu hvorki þá né nú sjá eða heyra þetta Tónlistarhallarbruðl - voru enda aldrei spurðir!

Kolbrún Hilmars, 26.1.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Sævar Helgason

Kolbrún !

Það er verið að tala um staðreyndir málsins. Þetta gerðist með vitun og vilja stjórnvalda sem störfuðu í okkar umboði. En við almenningur höfðum ekki hugmynd um það. Ég held að þetta skot sé ekki neðan beltis - ég held að það sé beint í hausinn á þessu liði.

Því miður erum við ábyrg - þetta stjórnmálalið starfar í umboði okkar og á okkar ábyrgð.  Bara að vanda valið í kosningum.  

Sævar Helgason, 26.1.2010 kl. 19:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sævar, ég stend við mínar tölur um afstöðu almennings í þessu máli.

Í þingkosningunum 2007 kusu eitthvað annað en fjórflokkinn eða mættu ekki á kjörstað 26,3% kjósenda, eða 58.395 manns.

Það mætti leiða að því líkum að hin 73,4% kjósenda hafi valið þann fjórflokkskost sem þeim þótti skárstur.

En ábyrgð kjósenda á Tónlistarhöllinni er engin. Því má nefnilega ekki gleyma að Tónlistarhöllin var ekki kosningamál; Bjöggi og Bjöggi voru búnir að lofa að kosta verkið!

Kolbrún Hilmars, 26.1.2010 kl. 20:05

4 Smámynd: Sævar Helgason

Kolbrún !

Ég kaus þá sem mynduðu stjórnina sem sat 2007 og  fram í lok janúar 2009 ,þegar mér ásamt félögum mínum í Búsáhaldabyltingunni tókst eftir þriggja mánaða baráttu á hrekja hana frá völdum. En ég bar á henni mína ábyrgð og skammast mín fyrir það. Ég ætla að greiða Bretum og Hollendingum þær skaðabætur sem um var samið. Það er það minnsta sem ég get gert.  Þetta er bara mitt siðferði - það er á þessu plani.

Sævar Helgason, 26.1.2010 kl. 21:34

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll aftur Sævar. Icesave samningurinn frá 30. des. hefur ekkert að gera með siðferði okkar flestra, svona prívat og persónulega. Þótt þú og ég og flestir aðrir séu svo sómakærir að greiða hverja krónu af þeim skuldum sem stofnað er til skiptir heldur ekki máli.

Það er greiðslugeta samfélagsins sem skiptir máli - ekki greiðsluvilji þinn, minn eða hinna. Börnin okkar eiga ekki að gjalda fyrir hönd nútímans fjárglæframanna.

Það á að gera upp þetta Icesavedrasl með eignum Landsbankans og ef þær ekki duga verða hinir erlendu áhættufjárfestar bara að sætta sig við tapið - líkt og þeir þurftu að gera í Lehmans dæminu.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2010 kl. 22:20

6 Smámynd: Sævar Helgason

Kolbrún !

Ég tek undir það sem þú segir í niðurlaginu. Auðvitað er það réttlátast. En við eru fullvalda þjóð (eða viljum vera það) Samskipti okkar við aðrar þjóðir eru grundvallaðar á því. Þjóðin fékk Landsbankadraslið í andlitið- fullvalda þjóðin. Málið er  milliríkjamál-samningamál milli fullvalda þjóða. Við getum ákveðið ein og sér á borga ekki neitt. Hvað með fullveldið þá ? Hvað með traust alþjóðasamfélgagsins, fullvalda þjóða ? Auðvitað einagrumst við. Argentína neitaði greiðslum fyrir 10 -15 árum- neitaði að vera þátttakandi í sambandi fullvalda ríkja og greiða sína skuldir . Þeir eru ennþá í ömurlegu basli- þó geta þeir verið sjálfum sér mun meira nægir en við sem verðum að kaupa allt inn fyrir gjaldeyri. Við eigum þetta val. Barna minna og barnabarna vegna hafna ég leið einagrunnar og fátæktar. En kannski verð ég að una því ef meirihluti þjóðarinnar velur þá leið....í kosningum.

Sævar Helgason, 26.1.2010 kl. 22:44

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sævar, ætli þetta sé ekki einmitt ágreiningsmálið í hnotskurn; að sumir líta á Icesave sem milliríkja-samningsmál en aðrir sem fjárglæframál einkafyrirtækis.

Ég tilheyri seinni hópnum og sýnist að meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Reyndar er mér alveg sama hvernig um málið semst, svo lengi sem saklausir þurfa ekki að gjalda.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2010 kl. 22:59

8 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir spjallið, Kolbrún og vonum það besta.

Sævar Helgason, 26.1.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband