5.2.2010 | 11:11
Lenda Hagar hjá Bónus-feðgunum á ný ?
Hagar í Kauphöllina
Innlent | mbl.is | 4.2.2010 | 16:05
Stjórn Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu Haga í Kauphöllina í samvinnu við Haga og selja hlut bankans í félaginu. Almenningi og fagfjárfestum mun standa til boða að kaupa hluti í félaginu. Núverandi stjórnendum Haga býðst að kaupa 15% hlut og þar af Jóhannesi Jónssyni, starfandi stjórnarformanni Haga, allt að 10% hlut.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Hún var undarlega mikil ánægjan hjá Jóhannesi í Bónus þegar tilkynnt var um að Hagar færu á frjálsan markað í Kauphöllinni og hann og aðrir stjórnendur Haga fengju að kaupa 15% hlut í forgang.
Öðruvísi mér áður brá þegar sneiða átti að þeim feðgum Jóhannesi og Jóni Ásgeir. Þá var heilt lögmannastóð kallað til og fjölmiðlagrúppunni þeirra beitt af öllu afli.
Og hversvegna þessi mikla sátt nú ?
Getur það verið að undir liggi að þeir eigi að kaupa Haga að nýju frá Kauphöllinni þegar búið er að hreinsa og afskrifa allar þeirra 40-50 milljarða skuldir ? Nú er fáu treyst og síst þessum gerningi Arion banka.
Þessu ferli er ætlað að taka einhverja mánuði.
Það er ódýrt að versla í Bónus er slagorð. En er það svo ódýrt þegar almenningur er látinn greiða þessa tugmilljarða tap á samstæðunni ?
Já ánægjan hjá Jóhannesi í Bónus leynir sér ekki...
Við bíðum og fylgjumst með...
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt Sævar, við skulum fylgjast vel með. Við vitum hvernig þeir fóru að því að kaupa bátinn Viking forðum daga. Þá hækkaði brauðverð um 50% yfir nótt. Þetta fékkst staðfest seinna að var ástæðan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2010 kl. 12:03
Þeir gætu látið almenning kaupa og farið svo að kaupa hluta almennings eða safnað kennitölum þangað til þeir eru komnir með nógu mikið til að yfirtökuskylda myndist og hirða svo Haga á undirverði. En sjálfsagt eru fleiri leiðir færar fyrir þá. Sannaðu til, þeir feðgar verða komnir með Haga í sína eigu eftir 3 til 5 ár.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.