Jóhannes í Bónus - fallið vörumerki ?

80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Innlent | mbl.is | 23.2.2010 | 13:51
Bónus er hluti af Högum 80,1% eru frekar eða mjög andvíg því að Jóhannes Jónsson (Jóhannes í Bónus),starfandi stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að 10% hlut í Högum af Arion Banka. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.
Lesa meira

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það kemur ekki á óvart að 80% aðspurðra í skoðanakönnun lýsi yfir andstöðu við að Jóhannes í Bónus fái að kaupa 10 % hlut í hinu "gjaldþrota "fyrirtæki . 

Ekki er hægt að aftengja Jón Ásgeir Baugs útrásarvíking frá hugsanlegum gerningi Arion banka - að færa þeim feðgum Haga að nýju á silfurfati. Baugur er stærsta gjalþrotamál Íslandssögunnar .

Við, íslenska þjóðin verðum fyrir þungum búsifjum vegna þess- í einu eða öðru formi.

Og að þessir menn,Baugsfeðgar,  eigi að endurheimta Haga sem þeir "keyptu " útúr Baugi korteri fyrir gjaldþrot Baugs- hugnast þjóðinni ekki.

Þessi skoðanakönnun staðfestir það.

Einnig hefur þjóðfélagsumræðan vegna málsins verið á einn veg.  

Stjórnvöld eiga nú valið.


mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að viðurkenna að ég er ekki klár á því hvað Baugs gjaldþrotið er stórt, eða hvað mun falla mikið á þjóðina vegna þess.

En ég hef heyrt að gjaldþrot Seðlabankans, þegar Davíð nokkur Oddsson stýrði honum sé í kringum 350-400 miljarðar og mun það alltsaman álla á Íslensku þjóðina.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:03

2 identicon

Á að vera "falla á Íslensku þjóðina"

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allir í Fjarðarkaup!  Því ekki er Nóatúnsmafían sem á Krónuna betri en Haugshyskið eða hinn smáði Sullenberger í ókosti

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 17:42

4 Smámynd: Sævar Helgason

Jóhannes !

Nú fylgist þú ekki með á smásölumarkaðnum.  Nóatúnsfjölskyldan er búinn að selja Nóatún fyrir nokkuð löngu síðan. Sá sem keypti er Jón H. Guðmundsson í BYKO.  Hann hefur reynst traustur maður í verslunarrekstri í um 35 ár. Hann á einnig Krónuverslanirnar.  En tek undir með þér Fjarðakaup traust verslun og sómi Hafnarfjarðar

Sævar Helgason, 23.2.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband