Bjarni Ben. mælti fyrir verri samningum en hann vill nú fella

Þjóðin láti ekki kúga sig
Innlent | mbl.is | 4.3.2010 | 20:21
Bjarni Benediktsson formaður og Þorgerður Katrín... Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í dag, en þar gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, það hversu lítið reynt væri að gera úr fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni á Íslandi. Sagði hann mikilvægt að landsmenn flykktust á kjörstað og sýndu í verki að þjóðin láti ekki kúga sig.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í upphafi Icesave málsins seinnihluta ársins 2008 ,2 mánuðum eftir hrun, talað þessi sami Bjarni Benediktsson  þá alþingismaður Sjálfstæðisflokksins mjög fyrir samþykkt á nýgerðu samkomulagi við Breta og Hollendinga  sem þáverandi ríkisstjórn hafði gert.

Það samkomulag hljóðaði upp á 6 ára greiðslutíma og 6,7% vaxtaálag .

Þetta þóttu Bjarna núverandi formanni Sjálfstæðisflokks þau bestu kjör sem buðust. Hann mælti með þeim.

En stjórnin féll áður en sá samningur var frágenginn.

Núverandi ríkisstjórn tók við kaleiknum og fékk fram verulegar endurbætur eða 10 ára greiðslutíma og 5,5%vaxtaálag. 

Við þessi umskipti umhverfðist Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gekk til liðs.  Þessari ósvinnu yrði að hafna.  Ögmundur í Vg kom þeim til hjálpar og ríkisstjórnin komst í raun í minnihluta.

Lítilsháttar endurbættum samningsdrögum hafnaði síðan forsetinn um áramótin. 

Þetta er nú staðan. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla framundan.

Í loftinu liggur betri samningur eftir að Íslendingar fengu erlenda ráðgjafa til að leiða nýjar sameiginlegar viðræður við Breta og Hollendinga.

Það er því ljóst að áramótasamkomulagið er lakara en það sem nú liggur fyrir- en samt skal hafna  og segja í NEI í kosningunum. 

Þess krefst nú þessi sami Bjarni Benediktsson sem mælti fyrir þeim verstu samningsdrögum sem komið hafa fram í málinu og hefðu örugglega verið samþykkt á fyrstu mánuðum ársins 2009 ef Sjálfstæðisflokkur hefði enn haldið um fjármálastjórnina.  

Ekki tek ég eða mitt fólk  þátt í þessum skrípaleik . 

 


mbl.is Þjóðin láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Legg nú samt til að þú kjósir, það er hægt að skila auðu. Ég held að það sé mikilvægt að fólk nýti málsskotsréttinn - það verður nefnilega mikill pólitískur þrýstingur á að afnema hann að þessu balli loknu, sérstaklega ef kosningaþátttaka verður með lakara móti.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.3.2010 kl. 23:38

2 identicon

Já Bjarni litli þú verður kannski einhverntíma alvöru stjórnmálamaður.

axel (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:40

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bjarni og stjórnarandstaðan bjó til fyrirvarana sem bretar og hollendingar höfnuðu -

sá samningur eða samningsdrög - fólu ýmislegt í sér - þú ert fjarri því að vera dómbær á samningsdrögin - eldri sem yngri

það sem þú ættir að sjá hinsvegar er sú staðreynd að stjórnarandstaðan og Indefense hópurinn eru búin að spata þjóðinni milljarðatugi með staðfestu sinni.

Kjósum og segjum nei nei nei við nýlendukúgarana og talsmenn þeirra hér á landi þau sjs og js

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.3.2010 kl. 00:52

4 Smámynd: Sævar Helgason

Ólafur Ingi.

  "þú ert fjarri því að vera dómbær á samningsdrögin - eldri sem yngri"

Ég hef sett mig náið inn í þetta mál frá upphafi. 

Þessi þjóð átti að ganga frá þessum nauðarsamningi í júní árið 2009.

Það er lítil von til þess að þeir samningar sem nú eru í sjónmáli uppfæri það gríðarlega tap þjóðarinnar sem orðið hefur á þeim tíma sem liðinn er.

Avinnuleysi í hæstu hæðum og fer vaxandi .

Kyrrstaða og afturför í öllu efnahagslífinu þar sem lokað er á öll erlend lán sem okkur eru lífsnauðsynleg við endurreisnina.  

Ábyrgð stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokki,Framsókn og Ögmundarliði VG er þung.

Frá því forsetinn hafnaði lögunum um áramótin hafa þær breytingar orðið að samningsdögin sem eru nú í farvatninu hafa breyst og því enganveginn hægt að segja hvorki Já eða Nei  í þessari klúðuslegu þjóðaratkvæagreiðslu. Hún leysir engan vanda.

Eftir sem áður verður Icesavedeilan óleyst - Á máudag halda samningaumleitanir áfram - frá því sem frá var horfið .

Þessvegna fer ég og mitt fólk ekki á kjörstað í einhverja dellukosningu..

Sævar Helgason, 5.3.2010 kl. 08:10

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Eins og þú segir þá hafa orðið breytingar á samningsdrögum, sem eru eingöngu tilkomnar vegna höfnunar forseta. Ef þátttaka í atkvæðagreiðslunni verður dræm þá er það vatn á myllu þeirra sem eru á móti málsskotsrétti forseta.

Með því að stija heima eru menn því að mínu viti að taka undir þá skoðun að málsskotsrétturinn eigi ekki að vera á hendi forseta.

Ert þú (og þitt fólk) á móti því að forseti hafi þennan rétt?

Haraldur Rafn Ingvason, 5.3.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband