Icesave-málið komið í frost- lánshæfismat lækkar

Steingrímur segir að það sé oftúlkun að Bretar og Hollendingar 
hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum.

Steingrímur segir að það sé oftúlkun að Bretar og Hollendingar hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum. Mynd DV.

Engir fundir eru fyrirhugaðir milli annarsvegar Íslands og hinsvegar Bretlands og Hollands til lausnar Icesave-deilunni. Eru það fyrirhugaðar kosningar bæði í Bretlandi og Hollandi sem setja mönnum skorður en jafnvel er búist við því að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, rjúfi breska þingið í dag til að boða til kosninga í maí.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem jafnframt situr í samninganefnd Íslands, að menn hafi verið í samskiptum en engar ákvarðanir verið teknar. Býst hann við að það ráðist á allra næstu dögum hvort og þá hvenær af samningum verður.

Um helgina var greint frá því að Bretar og Hollendingar hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum. Í Fréttablaðinu segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að það sé oftúlkun á stöðunni. Í raun séu engar nýjar fréttir af málinu en hann vonast engu að síður til að enn sé svigrúm til samninga. (DV.is 12.apríl 2010)

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í boði forseta Íslands um ICESAVE málið var kominn samningsgrundvöllur fyrir 70 miljarða vaxta afslætti frá fyrra samkomulagi. 

En því var hafnað af hálfu samninganefndar Íslands - einkum var það Sigmundur Davíð frá Framsókn sem hafnaði endregið þessum samningsdrögum.

Eftir fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu yrði vígstaða okkar öll önnur og betri-sagði Sigmundur. Vegna neitunarvalds í nefndinni réð þetta úrslitum.

Málið fór í þjóðaratkvæði og sá hluti þjóðarinnar sem kaus -sagði Nei og samnigsdrögum var hafnað.

Nú er allt í helfrosti í málinu. Bretar og Hollendinga tala ekki við okkur og ASG endurskoðun lánafyrirgreiðslu er í uppnámi.

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað hæfismat Íslands til að takast á við skuldir sínar enn frekar úr stöðugu í neikvætt. Fyrirtækið segir erfiða lausafjárstöðu landsins helstu ástæðu þessa.

Engar virkjanaframkvæmdir eru mögulegar sem og aðrar framkvæmdir sem krefjast erlendra lána.

Það er allt helfrosið. Atvinnuleysi eykst og efnahagur þjóðarinnar sígur niður.

Það er mikil ábyrgð sem það fólk ber sem keyrði mál okkar í þjóðaratkvæðsgreiðslu  með kröfum um að hafna þeim samkomulagsdrögum sem fyrir lágu.

Líklegt er að lausn ICESAVE málsins dragist fram á haustið með tilheyrandi skaða fyrir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Miðað við þann farveg sem málið er komið í, þá finnst mér furðulegt að ekki hafi verið reyfuð sú hugmynd að Bretar og Hollendingar taki yfir þrotabú Landsbankans og geri sér mat úr þeim verðmætum sem þar eru. Ef rétt er að þau geti numið 90% af upphæð "lánsins" sem þeir telja íslenska alþýðu vera í ábyrgð fyrir, þá stendur nú ekki mikið útaf borðinu, sem tryggingasjóðurinn yrði að semja um.  Þjóðin er búin að segja í atkvæðagreiðslunni að ekki kemur til mála að gera ríkissjóð ábyrgan. Það er sá veruleiki sem menn verða að ganga útfrá.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Sævar Helgason

Því miður Jóhannes. Málið er ekki svo einfallt að að  "Nei" innanlands setji Icesave útaf borðinu. Alþjóðasamfélagið krefst þess að við stöndum við þessa skuld. Undan því er jú hægt að víkjast og segjast ekki borga neitt. En þá erum við líka einangruð hér uppi á skerinu. Enda er það alveg ljóst.

Engin lán erlendis frá og lánamöguleikar komnir í ruslflokk.

Orkufyrirtæki okkar sem áður voru gulltrygging- komin í ruslið líla. 

Í stórmennsku okkar teljum við að heimurinn snúist um okkur og okkar skoðanir. Sennilega er stór hluti þjóðarinnar heimskir eyjaskeggar... en lífskjörin rýrna hratt og avinnuleysi eykst hraðbyri...

Sævar Helgason, 6.4.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er nú bara útúrsnúningur Sævar, þrotabúið á að greiða þessar innistæður, þetta eru forgangskröfur. Að vera svo fastur í formsatriðum að ekki megi víkja útaf hefðbundinni gjaldþrotameðferð sem gamli Landsbankinn er í, ber ekki vitni um góða stjórnarhætti. Fyrst það var hægt með bráðabirgðalögum að setja heilt bankakerfi á hliðina og mismuna innistæðueigendum, þá er það varla meira mál að setja lög sem afsalar þrotabúi Landsbankans í hendur kröfuhafa breskra og hollenskra innistæðueigenda.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvað á þessi endurtekni söngur "verktakanna" um meiri lán fyrir meiri framkvæmdum að hljóma lengi áður en menn átta sig á forgangsröðinni?  Eigum við ekki að greiða erlendar skuldir frekar en að taka meiri lán?  Og eigum við ekki fyrst að þjóðnýta eignir lífeyrissjóðanna erlendis, áður en við vælum á aðstoð AG og hugsanlega Parísarklúbbsins? Eru menn ennþá undir áhrifum útrásarbrjálæðisins?  Ég hef engar áhyggjur af "lánshæfismatinu" sem veifað er framan í okkur.  Skuldugur maður steypir sér ekki í enn meiri skuldir nema hann hafi ákveðið að borga ekkert!  En það er ekki ábyrg stefna eins og við getum vonandi öll verið sammála um.  Við þurfum að vakna og taka ráðin af AGS og Seðlabankanum sem eru að setja okkur á hausinn með skuldbindingum sem við getum ekki staðið undir nema afsala okkur auðlindum og sjálfstæði.  Það er hinn raunverulegi tilgangur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Sævar Helgason

"Þetta er nú bara útúrsnúningur Sævar"  Hreint ekki ,Jóhannes.

Við verðum að greiða þennan Icesave reikning og við gerum það - annara kosta er ekki völ. Því miður.  Auðvitað er gert ráðfyrir að þær eignir sem liggja úti í Englandi í þrotabúi Landsbankans gangi uppí greiðsluna-það hefur alltaf legið fyrir. Núverandi deila stendur um vaxtaupphæðina og greiðslur á henni-annað ekki.

Það var búið að lækka þær álögur um 70 milljarða ísl króna á núvirði- fyrir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sú lækkun er alls ekki í hendi eftir Nei-ið  mikla.

Okkar staða nú er í raun ömurleg gagnvart Hollendingum og Bretum.

Sævar Helgason, 6.4.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband