20.9.2010 | 11:55
Þingkona hótar fjármálaráðherra vegna Icesave
Ráðherra dreginn fyrir landsdóms vegna Icesave?
Innlent | mbl.is | 20.9.2010 | 11:28
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi að niðurstaða málshöfðunar gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum gæti haft áhrif á hvort reynt yrði að höfða mál gegn Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra vegna þess hvernig hann hefur haldið á Icesave-málinu.
Lesa meira
Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur hjá Sjálfstæðisflokkskonunni Ólöfu Nordal.
Icesave málið er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Málið verður til í Landsbanka sem flokkurinn gaf Bjöggunum.
Við hrunið þegar innistæður allra Íslendinga voru tryggðar í bönkunum voru innistæður í íslenskum útibúum í Hollandi og Bretlandi skornar frá. Hörð andspyrna kom frá þessum þjóðum og Geir og Davíð neyddust til að gangast inná greiðslu lágmarksinnistæðna 20 þús evrur/reikning - ásamt 7.2 %vöxtum í árslok 2008.
Ennþá stöndum við Íslendingar í þvargi um að komast að betri samningum.
Það mál hefur lent á núverandi fjármálaráðherra- að hreinsa skítinn upp eftir þá Geir og Davíð- hrunkvöðlana.
Nú hótar þetta lið Sjálfstæðismanna að kæra fjármálaráðherra fyrir þeirra eigin afglöp.
Siðblint og siðlaust fólk.
Ráðherra dreginn fyrir landsdóms vegna Icesave? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Eini Icesave skíturinn sem Steingrímur er að þykjast þrífa upp er eftir sjálfan sig, hann ásamt núverandi stjórn bera alla ábyrgð á því hvernig staðan er í Icesave málinu, það fer ekki á milli mála að Íslensku ríkinu og Íslenskur almenningur ber ekki ábyrgð á þessu og ber ekki að borga fyrir Icesave, að kenna sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddsyni um þeirra eigin afglöp er orðin ansi gömul tugga.....
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.9.2010 kl. 12:19
sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd og er ekki búin að vera við völd í næstum tvö ár. hættu þessu væli og reyndu að horfast í augu við það að það eru vinstrimenn við stjórnvölin og þeir stjórna því algjörlega hvernig Icesave fer. var það formaður sjálfstæðisflokksins sem var í viðtali við Hollenskt blað um daginn þar sem hann sagði að Hollendingar fengju allann sinn pening til baka? nei það var Steingrímur J. að lofa upp í ermina á sér að hann geti troðið öðrum stórkostlegum samningi ala Svavar Gests ofan í þingið.
Fannar frá Rifi, 20.9.2010 kl. 12:41
Það er spurning hvar siðblindan liggur Sævar!
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2010 kl. 12:50
Það er ekki enn búið að klína þessum icesave byrðum á þjóðina, áttaðu þig á því. En Steingrímur er að rembast við að koma því í kring, það er mergurinn málsins.
Steingrímur hefur það oft haft rangt fyrir sér í þessu máli sem öðrum og haft í blekkingum að hann á að taka pokann sinn.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:09
Já minnið í fólki nær ekki langt aftur, amk ekki í sjálfstæðismönnum, sennilega því það hentar ekki nógu vel. Hverjir voru við stjórn þegar Landsbankinn var gefinn? Hverjir voru við stjórn í góðærinu og virtu allar viðvaranir að vettugi? Hverjir lofuðu að innistæður í íslenskum bönkum myndu standa óhaggaðar? Nú er ég ekki að bera í bætifláka fyrir Steingrím því hann kemur ekkert mikið betur út heldur en aðrir stjórnmálamenn sem þykjast vera að stjórna landinu.
Ég er alveg búinn að sjá það að það er ekkert að marka stjórnmálamenn, mér dettur ekki í hug að samþykkja inngöngu í ESB sem er bara til að skipta út þessu kjánum hér á Alþingi í staðinn fyrir ennþá fleiri kjána í Brussel. Auðvitað bjóða þeir gull og græna skóga í byrjun en hvað með eftir 10 ár? Tala nú ekki um ef að olía finnst á Drekasvæðinu.
Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:38
það er alveg sama hvað þið eruð að pipa or reyna að koma þessu á nuverandi stjórnvöld, sem reyndar hafa ekki verið vandanum vaxin, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að allur vandinn kemur frá sjáfstæðisflokknum frá a til ö og það er ekki hægt að tala sig frá því!!!
Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 13:38
kennum skúringarkonunni um sóðaskapinn og kennum sjúkraliðanum um dauðsföll þeirra sem hönum tekst ekki að bjarga. Já frelsum Barabbas og krossfestum og brennum Steingrímur J, hann á það allra mest skilið. !!!
Þetta er mitt gamla góða og sanna Ísland.
Jonsi (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 15:08
ef vinstri menn telja að Steingrímur J. geti ekki eftir 2 ár við völd ráðið við og stjórnað því sem gerist í íslenskri stjórnsýslu, þar með talið hvort og hvernig sé samið við erlend ríki, er hann þá ekki óhæfur til stjórnunarstarfa og ekki starfi sínu vaxinn?
Steingrímur er búinn að gefa það út trekk í trekk eftir að Icesave samkomulagið sem Svavar Gestson samdi fyrir hönd Steingríms og Steingrímur kvittaði upp og tróð í gegnum þingið með ofbeldi og hótunum í garð stjórnarþingmanna, var fellt af yfir 90% þjóðarinanr, að hann vilji borga Icesave. Það hefur ekkert með sjálfstæðisflokkinn eða fráfarandi ríkisstjórnir að gera. Eigum við ekki bara að kenna þessu uppá síðustu ríkisstjórn sem Steingrímur sat í sem fór frá 1991, svona til að fara nóga langt aftur?
Vandamálið er að vinstrimenn á þingi í dag og flokkshundar þeirra eru óhæfir til stjórnunar því þeir vilja ekki taka ábyrgð á því valdi sem þeir hafa. þeir vilja framkvæma en helst kenna því öllu upp á þá sem ekki fara með völdin. ef vinstrimenn geta ekki tekið ábyrgð á þeim völdum sem þeir fara með, hvað í andskotanum er þeir þá að gera með að kalla til Landsdóm? eða er þetta bara enn eitt dæmið um vinstri hræsnina og tvískinnunginn?
Fannar frá Rifi, 20.9.2010 kl. 17:11
Þú lýsir hugsunarhættinum hjá ykkur hrunkvöðlum ágætlega-Fannar frá Rifi.
Siðblinda og siðleysi.
Sævar Helgason, 20.9.2010 kl. 19:31
ég vil persónulega að Landsdómur sé kallaður saman. enn menn verða þá að gera sér grein fyrir því að allir sem fara með ráðherravald í dag og í framtíðinni geta verið kallaðir fyrir dóminn. Það lýsir best þeim gengdarlausu hræsni og sjálfsdýrkun að halda því fram að bara þessir en ekki hinir eigi að fara fyrir dóminn. Sævar þú ert einn af þessum staurblindu flokkshestum sem færð línuna úr ráðaneytinu um það hvað þú átt að skrifa og tala um.
Síðan verða menn að taka ábyrgð á því sem er þeirra. Núna er verið að ákveða hvort kalla eigi saman Landsdóm sem á að rétta meðal annars yfir þessum 4 fyrrverandir ráðherrum, afhverju þeim tókst ekki að koma Icesaveinnistæðunum í erlent dóttur fyrirtæki. þessar sömu Icesaveinnistæður sem Steingrímur J. krefst að þjóðin borgi gegn hennar vilja. og vilt þú borga Icesave Sævar? var það ekki lögbrot og misbeitings valds af hálfu Steingríms J. að skrifa undir skuld án þess að vera með samþykki Alþingis eins og lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir? eða nær ráðherraábyrgð ekki yfir aðra en þá sem eru með aðrar stjórnmálaskoðanir en þú?
Fannar frá Rifi, 20.9.2010 kl. 20:42
sýnist þú ekki eiga nein svör við rökum. enda bara flokksdindill sem vill ekki réttlæti heldur nornaveiðar.
Fannar frá Rifi, 20.9.2010 kl. 20:43
Varðandi Icesave reikninginn : þegar við tryggðum allar innistæður í íslenzkum bönkum við bankahrunið en ætluðum að koma okkur undan að standa við innlánsreikninga í íslenzkum útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi var okkur gerð full grein fyrir ábyrgðum okkar. Við kæmumst ekki upp með að mismuna innistæðueigendum hins íslenzka banka eftir þjóðernum. Geir. Haarde og Davið Oddsson gengu frá samkomulagi um greiðslur á 20 þús. evrum /reikning með 7,25 vöxtum- fyrir ársloka 2008. Æ síðan í öllum samningaviðræðum höfum við staðfastlega fullyrt að við myndum greiða þetta-málið sem deilt erum eru m.a vaxtakjör. Sjálfur hefði ég viljað ganga frá málinu sl. sumar. Þá væri hér meiri drift í atvinnulífinu og lánamál á eðlilegum grunni. Nú er allt fast utan lána fra AGS og Norðurlöndunum-sem tekur fyrir innan skamms. Hvað þá tekur við með Icesave málið óleyst-veit enginn... Allar orkuframkvæmdir eru í frosti m.a.
Sævar Helgason, 20.9.2010 kl. 21:43
Sæll Sævar,
Mér er mikill léttir að lesa að hér eru einhverjir Íslendingar, eins og þér sjálfur, sem þekkja um hvað Icesave málið snýst. Ranghugmyndir meðalíslendingsins um þetta mál eru með ólíkindum og eftir svo mikla umfjöllun eins og til þessa :(
Jonsi (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.