Lánlaus ráðning umboðsmanns skuldara.

  Samfylkingin á þingflokksfundi
Innlent | mbl.is | 4.8.2010 | 15:24
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur verið boðaður til fundar. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ætlar á fundinum að gera grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu umboðsmanns skuldara.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta er nú meira klúðrið- með "Umboðsmann skuldara"  Gera núverandi stjórnarliðar sér ekki ljóst að hið pólitíska umhverfi er gjörbreytt . Pólitísk einkavinaráðning fer klárlega í mulningsvél almenningsálitsins.

Það eru til orðnir öflugir fjölmiðlar sem greina málin fljótt og skýrt. DV og bloggið eru okkar sterkustu fjölmiðlar í dag, Moggi og Fréttablaðið eru ónýtir pappírar sem fáir taka mark á.

 Þessi lánlausa ráðning félagsmálaráðherra er hörmuð.   Og nú er talað um að ráða þá manneskju sem búið var að gengisfella með leka úr stjórnsýslunni um hæfileikaskort við framgang verkefna.  Hefur viðkomandi nú eitthvað hresst við?  

Klúðrið heldur áfram.


mbl.is Samfylkingin á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband