Rjúpnaveiðar og hlýnun á norðurhveli jarðar.

Allir með byssuleyfi í lagi
Innlent | mbl.is | 1.11.2010 | 13:52
 Rjúpnaveiði hófst á föstudag og af því tilefni fóru lögreglumenn frá Selfossi til Þingvalla á sunnudag þar sem þeir stöðvuðu öll ökutæki sem fóru framhjá á meðan lögreglumennirnir dvöldu þar.
Lesa meira

Það var fjöldi fjallabíla sem brunuðu frá höfuðborgarsvæðinu ,fyrir birtingu ,að morgni fyrsta rjúpnaveiðidagsins á þessu hausti. Greinilega margir í veiðihug miklum.Sjálfur lagði ég leið mína á svæðið uppaf Þingvöllum og byrjaði í Skjaldbreið.

 Veður var gott, vægt frost og austan 2-4 m/sek. Skjaldbreið var öll hvítskellótt af nýlegum snjó og leit því vel út með veiði.

Talsverður fjöldi lagði leið sína á þetta veiðisvæði þennan morgun. En lítið var um rjúpu þarna. Eftir um fjögurra tíma göngu  upp og niður hraunið úfna hafði ég rekist á eina rjúpu-en hún slapp. 2-3 skot heyrðust allan þennan tíma. Það var greinilega ekkert um rjúpu í Skjaldbreið þennan daginn.

Ákveðið var að fara upp á Kaldadal við Þórisjökul-oft gjöfult rjúpnasvæði. Öll skilyrði fyrir rjúpuna voru mjög góð -en sama sagan - ekkert um rjúpu. Veður var milt ,logn og 2-3 °C frost.

Sumarástand var á fjallvegum . Krækiber á berjalyngi voru ennþá heil og æt. Það var tæpast komið haust þarna eins og reynslan kenndi síðustu áratugina.

Það er greinilega að hlýna á norðurslóðum og rjúpan virðist færa sig norðar í landið. Mjög lítið hefur sést af rjúpu á suður og suðvestur landi nú á þessu hausti.

 Aðrar fréttir berast norðan og vestan heiða. Mikið af rjúpu þar. Fróðlegt verður að skoða veiðitölur eftir þetta rjúpnaveiðitímabil.

Allavega hefur rjúpu fækkað undanfarin ár hér sunnan og suðvestanlands og sú þróun virðist stefna í sömu átt nú.

Skarfar í Melrakkaey P1010093

Já, það er margt á breytast í lífríkinu á og við Ísland. Sjófugli hefur fækkað um 35-45% á síðustu árum. Fæða þeirra hefur fært sig norðar. Makríll flytur sig norðar og veiðist nú hér í miklu magni. Suður Evrópu fiskimenn horfa á eftir aflanum og eru æfir. Íslendingar eru skammaðir fyrir að veiða makríl í sinni lögsögu.

Og á Grænlandi bráðnar ísinn hratt og veiðibráð skreppur saman. Það er að hlýna á norðurhveli jarðar.


mbl.is Allir með byssuleyfi í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband