2.11.2010 | 18:35
Lok Icesave deilunnar í sjónmáli ?
Lausn Icesave fyrir lok árs
Innlent | mbl.is | 2.11.2010 | 17:58
Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við Reuters.
Lesa meira
Þetta eru sannalega góða fréttir fari svo að þessari ömurlegu milliríkjadeilu ljúki nú fyrir áramót.
Mikill léttir.
Tafir á lausn Icesave deilunnar hafa kostað okkur mikið. Besta lausnin hefði verið vorið 2009. Ef þannig hefði farið væri hér björgulegra um að litast í atvinnu og viðskiptalífi. Icesave deilan hefur haldið okkur utan eðlilegra viðskipta við okkar helstu viðskipta og vinaþjóðir.
Lánalínur hafa verið frosnar. ASG ásamt Norðurlöndunum þeim tengd hafa haldið okkur á floti - með lánafyrirgreiðslum. Þeir samninga sem nú er talað um eru sagðir mun lægri í krónutölu fyrir okkur en þeir sem buðust 2009.
Gott er það, en tap okkar á þessum drætti á málalokum hefur kostað okkur meira en hundrað milljarða í tapi á þjóðartekjum. Mál er að linni.....
Lausn Icesave fyrir lok árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sorglegt að lesa. Vissirðu kannski ekki að engin ríkisábyrgð hefur nokkru sinni verið á ICESAVE??
Elle_, 2.11.2010 kl. 19:11
Já. Icesave málið er sorglegt satt er það. Geir H.Haarde,Davíð Oddsson og Árni Matthíesen sömdu við Breta og Hollendinga um greiðsluskyldu Íslendinga fyrir árslok árið 2008- það er sorglegt.
Sævar Helgason, 2.11.2010 kl. 19:22
Það er rangt hjá þér, Sævar Helgason. Þeir sömdu um að farið yrði að lögum og engin lög eru um neina ríkisábyrgð á ICESAVE. Þú getur ekki kennt fyrri ríkisstjórn um neinn ICESAVE-NAUÐUNGARSAMNING, því hann var ekki gerður fyrr en undir núverandi stjórn. Við erum engan veginn skuldbundin heldur vegna neinna orða neinna ef þú ert viss um að ICESAVE hafi verið lofað, orð manna eru ekki lög.
Elle_, 2.11.2010 kl. 19:30
Varðandi Icesave reikninginn :
þegar við tryggðum allar innistæður í íslenzkum bönkum við bankahrunið en ætluðum að koma okkur undan að standa við innlánsreikninga í íslenzkum útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi var okkur gerð full grein fyrir ábyrgðum okkar. Við kæmumst ekki upp með að mismuna innistæðueigendum hins íslenzka banka eftir þjóðernum. Geir. Haarde og Davið Oddsson gengu frá samkomulagi um greiðslur á 20 þús. evrum /reikning með 7,25 vöxtum- fyrir ársloka 2008.
Æ síðan í öllum samningaviðræðum höfum við staðfastlega fullyrt að við myndum greiða þetta-málið sem deilt erum eru m.a vaxtakjör
Sævar Helgason, 2.11.2010 kl. 20:07
Þegar útibú bresks banka sem fór á hausinn, staðsett á Mön, vildi fá tryggt upp í topp eins og Bretar vilja (og Steini & Jóhanna a.þ.e.v), þá sögðu Bretar: nei, þetta er erlendur banki, við borgum ekki.
Það mál var líkt ICESAVE, nema hvað Ísland kom ekki við sögu. Það gildir sem fordæmi, þar sem það er eins. Sem Réttarríki verða Bretar að dæm eins íokkar máli og því. Semsagt, Landsbankinn í GB var ... breskur. Sökum staðsetningar. Alveg eins og breski bankinn á Mön.
Ásgrímur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 20:41
Kannski ertu að meina viljayfirlýsingu Árna Mathiesen og Davíðs Oddssonar, Sævar Helgason? Geir skrifaði ekki undir hana. En það var EKKI loforð um að Íslendingar ætluðu að borga ICESAVE, enda gátu þeir ekki lofað slíku gegn lagaheimildum. Þarna kemur líka skýrt fram, eins og Árni Mathiesen hefur oft haldið fram, að þeir hafi samþykkt viljayfirlýsingu með vísan í lög:
VILJAYFIRLÝSING VIÐ AGS, 15. NÓV, 08.
Sigurður Líndal, LAGAPRÓFESSOR:
Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga.
Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild.
SIGURÐUR LÍNDAL: ICESAVE OG RÍKISÁBYRGÐ.
Sigurður Líndal er ekki einn um að skýra það vel út að engin ríkisábyrgð sé á ICESAVE, það hefur fjöldi lögmanna gert. Landsbankinn og TIF skulda ICESAVE, ekki íslenska ríkið og þjóðin.
Verði málið dæmt sem mismunun fyrir dómi, verðum við að þola það og ekki óttast ég það. Ríki hafa samt leyfi til að verjast í neyð og það hafa bæði Bretar og Hollendingar líka gert. Núna ætla bresku og hollensku ríkisstjórnirnar hinsvegar að kúga okkur til hlýðni, eins og þeir eru vanir við smáríki. Og nú með dyggum stuðningi Evrópusambandsins sem heldur sig geta skipað okkur fyrir verkum.
Engin ríkisábyrgð er á ICESAVE og það þýðir ekki að kenna fyrri ríkisstjórn um neina ICESAVE-NAUÐUNG þó mönnum sé illa við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur vildi vissulega gera sem hrikalegastan ICESAVE-SAMNING og geta kennt flokknum sem hann hatar um. Og ætlaði ennfremur að halda völdum. Hann er stórhættulegur stjórmálamaður.
Elle_, 2.11.2010 kl. 20:51
Nú bíðum við eftir samningslokum. Össur Skarphéðinsson telur að þau verði fyrir þessi áramót. Spennandi tímar framnundan.
Sævar Helgason, 2.11.2010 kl. 20:57
Sævar er einhver búin að sæta ábyrgð á því að stela öllum Icesave peningunum? Ef ekki þá er ekki um neitt að semja við semjum ekki um það sem ekki er til eð hefur tínst!
Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.