2.12.2010 | 17:21
Mikil ásókn skuldara í almennu lífeyrissjóðina
Mikil óvissa í Stjórnarráðinu
Innlent | mbl.is | 2.12.2010 | 16:26
Enn er uppi mikil óvissa um hvort niðurstaða næst í dag í viðræðum lífeyrissjóða og ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í skuldamálum heimila. Forsvarsmenn sjóðanna eru nú á fundi með fjórum ráðherrum sem hófst kl 15.
Lesa meira
Hún er mikil ásóknin hjá stjórnvöldum og ofurskuldurum að komast yfir almennu lífeyrissjóðina-í þágu skuldara.
Nú vill svo til að almennir lífeyrissjóðir eru eign sjóðfélaga í hverjum einstökum lífeyrissjóði. Sparifé launþega á almennum vinnumarkaði -á langri starfsævi þeirra sem nú eru á eftirlaunum.
Þessir lífeyrissjóðir eru ávaxtaðir á almennum markaði og lúta því markaðslögmálum með sparifé sjóðfélaganna. Það er ljóst að þessir almennu lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir þungum búsifjum við efnahagshrunið. Hjá mörgum lífeyrissjóðum hafa eftirlaun verið lækkuð um tugi prósenta.
Og nú reyna stjórnvöld að höggva enn í þennan knérunn og færa hluta af sparifé sjóðfélaga yfir til ofurskuldsettra. Og lækka enn frekar eftirlaun gamla fólksins sem nurlað hefur þessu sparifé saman á langri starfsævi-til nota við lífsviðurværi að loknum starfsdegi. Fátt er heilagt - og þó.
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna og þar með stjórnmálamanna skal í engu ganga sömu braut og hinir almennu lífeyrissjóðir. Þar eru kjörin gulltryggð af skattgreiðendum-sama hvað á gengur hjá ofurskuldurum.
Öll ásóknin beinist að hinum almennu lífeyrissjóðum-hinum almenna manni. Verði sú raunin að stjórnvöld og ofurskuldarar hirði úr þessum lífeyrissjóðum fjármuni-þá er það hrein eignaupptaka samkvæmt stjórnarskrá-þjófnaður.
Og þeir sem verst verða fyrir barðinu eru eftirlaunaþegar hinna almennu lífeyrissjóða.... Við bíðum spennt....
Mikil óvissa í Stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Það er eins og mönnum yfirsjáist það að þeir fjármunir sem geymdir eru í lífeyrissjóðum eru eyrnamerktir tilteknum eigendum og skulu til reiðu þegar hinir sömu þurfa á þeim að halda.
Það er spurning hvort það telst vera góð jafnaðarstefna eða sósíalismi að a) rukka skatt af fólki sem gengur til að jafna kostnaði af samneyslunni þannig að byrðin sé engum ofviða, og b) taka þá sköttuðu fjármuni sem fólk hefur lagt til hliðar og nota þá líka til að létta undir með þeim "sem minna mega sín".
Flosi Kristjánsson, 2.12.2010 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.