Forsætisráðherra : Lilja geri upp við sig um stjórnarþátttöku

Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Innlent | mbl.is | 10.12.2010 | 12:40

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Lilja Mósesdóttir verður að gera upp við sig hvort hún ætli að vera í stjórnarliðinu eða ekki,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund nú í hádeginu.
Lesa meira

Það getur verið erfitt að vera með hámenntaða sérfræðinga í ríkisstjórnarsamstarfi.

Þetta sést ágætlega á dr. Lilju Mósesdóttur, en hún er doktor í hagfræði. Klárlega vel menntuð á sínu þrönga sérsviði.

Í  stjórnarsamstarfi ,einkum á erfiðum tímum sem nú-þarf að taka ákvarðanir sem fyrir heildina skipta miklu en geta á þröngum afmörkuðum sviðum valdið efa. Þá er mikilvægt að þingmenn geti horft yfir sviðið og metið heildina. Það er við þær aðstæður sem sérfræðisvið viðkomandi getur orðið fjötur um fót.

 Ég held að sú ágæta kona dr Lilja Mósesdóttir sé ekki heppileg til setu í stjórnarsamstarfi af þessum ástæðum. Henni henti betur að vera í stjórnarandstöðu.

 Ég er sammála forsætisráðherra , Jóhönnu Sigurðardóttur um að Lilja verði að gera þátttöku í stjórnarsamstarfi upp við sig.

Þau Jóhanna og Steingrímur J. standa sig afbragðs vel við mjög erfiðar aðstæður....


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert semsagt sammála að best sé að fylgja ráðum vörubílstjóra og flugfreyju?  Er nema von að öll okkar stjórnsýsla sé skipuð ruslliði og fallistum þegar almenningur hugsar eins og þú Sævar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Sævar Helgason

Jóhannes!

Stjórnvöld hafa á sínum vegum og geta leitað til allra þeirra sérfræðinga sem við komandi málaflokk snertir og myndað sér síðan skoðun á hvað sé gerlegt og hvað ekki. Að alþingismaður sé að fjalla um og taka ákvarðanir út frá sinni eigin þröngu sérgrein í stjórnmálalegum álitamálum sem krefjast góðrar heildaryfirsýnar almenningi til heilla-orkar tvímælis. Alþingismaður og eða ráðherra á ekki að vera fjötraður í þrönga sérfræði sem hann/hún kann að hafa einhver tök á. Þetta fók verður að vera yfir það hafið . Hugsað þér ráðherra sem er menntaður bifvélavirki. Hann gæti lagst í þunga málafylgju fyrir ríkiskaupum á ákveðnum bílum vegna sérþekkingar á mótorum þeirra-jafnvel gert það að úrslitamáli í stjórnarsamstarfi. Það eru dæmi um slíkt

Sævar Helgason, 10.12.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sævar það er bara innmúrað í mannlegt eðli að ráðfæra sig ekki við andlega ofjarla. Menn sækja ráð til jafnoka eða lakari. Helsta vandamál Jóhönnu hefur alltaf verið talið hve fáum hún treystir. Hún treystir greinilega Hrannari Birni og Einari karli og þess vegna er ekkert nýtt að gerast hér. Atvinnupólitíkusar og embættismenn og hækjur sem eru bara áskrifendur að kaupinu sínu eru síst af öllum líklegir til að brjóta blað í stjórnmálum eða atvinnumálum. En ekki skilja mig svo að ég sé að taka undir með stjórnarandstæðingum á þingi. Allt þetta lið með mjög fáum undantekningum er óhæft og hefur engar nýjar lausnir fram að færa. Sjáðu bara nefndir þingsins. Sjáðu þetta ömurlega fjárlagafrumvarp sem tekur ekki á óþörfum ríkisstofnunum. Hér á bara að endurreisa ónýtt þjóðfélag með ónýtum aðferðum. Það á ekki einu sinni að endurskipuleggja sjávarútveginn. Hvurs lags endemis rolur og aumingjar eru hér við völd eiginlega?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Sævar Helgason

Jóhannes !

Ég get tekið undir meginhlutann sem þú tiltekur hér að framan. En varðandi t.d Jóhönnu forsætiráðherra og Steingrím J. fjármálaráðherra þá er alveg klárt að þau leita til hinna bestu sérfræðinga. En eins og með okkur öll þá verða þau að bera traust til viðkomandi. Þú nefnir Hrannar Björn og Einar Karl. Þessir menn hafa verið aðstoðarmenn Jóhönnu-en fyrst og fremst í almannatengslum . Vægi þeirra sem ráðgjafar í sjávarútvegsmálum,efnahagsmálum,menntamálum og s. frv er eðlilega lítið sem ekkert-þar kemur sérmenntað ,þekkingar og reynslu fólk til sögunnar....Ábyrgðin er alltaf ráðherra.

Sævar Helgason, 10.12.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband