29.7.2011 | 13:54
Langisjór friðlýstur
"Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð til staðfestingar á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem felur í sér friðlýsingu Langasjós, hluta Eldgjár og nágrennis."
Frá Langasjó
Friðun Langasjávar er mikið fagnaðar efni. Langisjór er í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur með norðaustur-suðvesturstefnu skammt sunnan Vatnajökuls.
Náttúrufegurð þarna er einstök. Fagurblátt vatnið með hin litskrúðugu Fögrufjöll við endilanga austurhlið vatnsins.
Þetta umhverfi er einstakt til útivistar á öræfum í óspilltri náttúru. Hugmyndir voru upp um að gera Langasjó að uppistöðulóni fyrir virkjanir á Tungnársvæðinu. Það hefði þýtt að yfirborð vatnsins hefði hækkað um tugi metra og breyst úr hinu fagurbláa háfjallavatni í brúnleita jökulvatnsdrullu. Langisjór hefði verið eyðilagður og allt hans umhverfi.
Nú hefur þessi öræfaparadís verið friðuð og sett undir Vatnajökulsþjóðgarð. Það er mikið fagnaðarefni
Langisjór friðlýstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.