16.11.2007 | 11:07
Nýting orkuauðlinda innan sveitarfélaganna.
Borhola á Hellisheiði
Fram kom í fréttum í gær að sveitafélögin í Hafnarfirði,Grindavík og Vogum hyggjast stofna félag um auðlindirnar sem eru í löndum þessara sveitarfélaga og er tilskilið að þær verði með öllu í opinberri eigu þ, e almennings.
Hér er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir íbúa í þessum sveitafélögum í húfi.
Eins og atburðarásin á haustmánuðum hefur varpað skýru ljósi á , þá voru einkaaðilar með erlenda fjárfesta í slagtogi á góðri leið með að ná undir sig öllum orkulindum á Reykjanesskaganum- þeir voru komnir með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn.
Allt varð þetta skýrt og glöggt með áætluðum samruna OR, REI og Geysi Green sem síðan sprakk eftir að upplýst var um alveg ótrúlegar fyrirætlanir fjárfesta með yfirtöku á jarðvarmaorkulindum okkar og koma þeim á erlendan markað.
Því miður eru okkar lagaákvæði þannig að allt var galopið í þá veru að þessi gerningur tækist.
Nú vinnur Iðnaðarráðherra að lagabálki sem mun tryggja okkur að orkuauðlindirnar verði ávallt í samfélagslegri eign þ.e almennings.
Með sameiningu þessara þriggja í auðlindamálum á Reykjanesskaganum opnast alveg einstakir möguleikar þeirra á að nýta jarðvarmaorkuna innan eigin byggðalaga hvort heldur sem er með stofnun og uppsetningu á eigin orkuveri (m) eða í samstarfi við önnur orkufyrirtæki.
Nú eru komnir fram verulega auknir kostir á orkusölu til fleiri en álvera og fyrir hærra raforkuverð. Netþjónabú, kísilvinnsla, sólarrafhlöðuverksmiður og fl. eru nú að banka uppá með orkukaup- þessi fyrirtæki henta byggðalögunum í Hafnarfirði, Grindavík og Vogum einkar vel- það eru greinilega afar spennandi tímar framundan.
En vanda verður til verka við orkunýtinguna og gæta þess að hin einstaka náttúra Reykjanesskagans verði ekki fyrir tjóni- með nútíma tækni er hægt að gera ansi margt gott sé vilji fyrir hendi.
Hér hefur verið mjög vel að verki staðið í samstarfsmálum þessara sveitarfélaga og eiga forystumenn þeirra hrós skilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.