Reykjanesskaginn og auðlindanýting

Reykjanesskaginn er merkilegt landsvæði. Um aldir var litið á þetta landsvæði sem hrjóstrugt, eldbrunnið og til lítils nýtilegt til búskaparhátta.

Þó var á einu sviði sem Reykjanesskaginn var framúrskarandi - afar gjöful fiskimið voru allt umhverfis skagann í hafinu og stutt til sóknar á áraskipum fyrri tíma- þessara kosta naut verulegur hluti þjóðarinnar, en sjósókn á vertíðum frá útróðrarstöðum var að mestu mönnuð vermönnum allstaðar af landinu ..

Þessi sjósókn allt umhverfis Reykjanesskagann var í raun stóriðja fyrri tíma. Nú eru breyttir tímar og sjósókn ekki lengur nauðsyn á staðbundnum útróðrarstöðum vegna nálægðar fiskimiðanna-hin orkuknúna tækni hefur breytt öllum lífsháttum þjóðarinnar.

 Háhitasvæði við Seltún í KrísuvíkHáhitasvæði við Seltún- í aðdragand aðventu

Og nú er það orkan í iðrum hins eldbrunna og hraunumprýdda Reykjanesskaga sem heillar marga og ásókn til nýtingar hennar hefur leyst af hólmi fyrri gildi.En á nútíma eru nýtingarmöguleikar á Reykjanesskaganum miklu fleiri en á jarðvarmaorkusviðinu .

Einstök jarðmyndun þessa eldsumbrotasvæðis á flekaskilum Evrópu og Ameríku er mikil auðlind sem er að mestuleiti ónýtt enn sem komið er. Þessa auðlind eigum við að nýta ríkulega ekkert síður en jarðvarmaauðlindina.

Ferðamennska nútímans er sívaxandi og eftirspurn eftir einstökum fyrirbærum á heimsvísu verða eftirsóknarverðari með hverju árinu- við erum í þjóðbraut mitt á milli stórra markaðssvæða,Evrópu og Ameríku.

Hugmynd um að stofna eldfjallagarð á Reykjanesskaganum er alveg stórbrotin og með nútíma markaðssetningu er unnt að margfalda ferðamannafjölda um þetta eldbrunnasvæði sveitarfélögunum til mikilla tekna.Við höfum Bláa lónið sem gott dæmi.

Laugardaginn 24.nóv. 2007 fór hópur manna og kvenna í vettvangsskoðun um svæði á Reykjanesskaganum þar sem bæði er um jarðvarmaorku og náttúrunýtingu fyrir ferðaiðnaðinn að sækja í gæði til atvinnuuppbyggingar í viðkomandi sveitarfélögum.

Vettvangsskoðun Græna netsins.
Fyrirlestur á fjallshryggnum Hettu í Krísuvík

Fyrirlestur um Reykjanessvæðið - á Hettu Græna netið, umhverfisjafnaðarmenn innan Samfylkingarinnar, stóð fyrir þessari ferð. Leiðsögumenn voru Bergur Sigurðsson frá Landvernd og Reynir Ingibjartsson, frá stjórn Reykjanesfólkvangs auk þess voru með í för nokkrir jarðvísindamenn,einvalalið.

Gengið var uppí fjalllendið frá jarðhitasvæðinu við Seltún í Krísuvík og vettvangur hugsanlegra orkuvirkjana á svæðinu skoðaður og jafnframt þeir miklu möguleikar sem nýting svæðisins til ferðaþjónustu býr yfir.

Á fjallshryggnum Hettu voru nokkrir merkir fyrirlestrar fluttir tengdir tilefni ferðarinnar .

 Almenn skoðun var um að nýta bæri þau landsgæði sem þarna væru fyrir hendi, en fara yrði með gát þannig að einstök náttúran sem þarna er yrði fyrir sem minnstu raski og tjóni.

Raflínulagnir voru langmesta áhyggjuefnið og allt það gífurlega rask og sjónmengun sem þeim fylgdi. Best væri að nýta jarðvarmaorkuna að  mestuleiti við upptökin sjálf , en þá væru raflínumálin úr sögunni.Bent var á netþjónabúin ,kísilvinnsluna ásamt sólarrafhlöðuvinnslu sem góða kosti . Og við uppbyggingu á eldfjallagarði gætu þessi orkunýtingarsvæði orðið góð viðbót í bland við sjálf náttúrufyrirbærin á svæðinu sem eru einstök á heimsvísu, ef gætt væri hófs.

Ferðina enduðum við með vettvangsskoðun við Sogin sunnan Trölladyngju 

Þetta varð hin merkasta göngu og fræðsluferð hjá okkur í norðanstrengnum og frostinu í aðdraganda aðventu jóla og er ferðafélögum þakkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Netþjónabú sem svo margir heillast af þessa dagana verða seint stórkaupendur af raforku.

5 megawött jafnvel 10 megawött, ef menn eru stórtækir, jafngilda 8-16 kerjum í orkunotkum af þeim 480 kerjum sem eru í Straumsvík í dag.

Tryggvi L. Skjaldarson, 26.11.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Sævar Helgason

Svokölluð netþjónabú eru hvert um sig ekki orkufrek, en þau greiða hærra verð en fengist hefur frá álverum fram að þessu- síðan geta netþjónabú verið fleiri en eitt.

Það netþjónabú sem nú er í undirbúningi verður um 50 MW að orkuþörf. 

Þau eru einkar heppilegur kostur fyrir þessar jarðavarmavirkjanir sem eru fremur litlar einingar-hver borhola gefur um 5 megawött. Síðan er það kostur að hægt er að sleppa þessum raflínumastrafrumskógi- fyrirtækin geta staðið hlið við hlið ef vill.

Síðan er það kísilvinnslan og sólarafhlöðuverksmiðjur - þær eru með sömu kostum gagnvar góðu raforkuverði og staðsetningum. Þannig að að er vaxandi framboð.

Ekkert af þessum fyrirtækjum eru hafnsækin þannig að hliðarkostnaður er lítill.

Þessi fyrirtæki þurfa velmenntað og hæft starfsfólk og talsvert af því.

Það er orðið meira en tímabært að setja orkueggin okkar ekki ölli í eina álverskörfu - mikilvægt að dreifa áhættunni. Áliðnaður hefur fengir sínar lægðir þegar litið er yfir svona 40 ára tímabil-þeir tíma geta komið fyrr en varir.

Það er mikilvægt að Landsvirkjun fái gott raforkuverð frá nýjum virkjunum til að styrkja fjárhagsstöðuna vegna tapreksturs á Kárahnjúkavirkjun sem er fyrirsjánlegur og sennilega verulegur næstu 30-40 árin

Síðan liggur okkur nákvæmlega ekkert á að virkja hér í gríð og erg. 17-18 % af vinnuaflinu hjá okkur er innflutt- við ráðum ekkert við allt það sem við viljum framkvæma- það koma kynslóðir eftir okkar dag-eitthvað verða þau að fá að gera. 

Álver eru ágætur kostur með öðru en í okkar litla landi tel ég að pláss sé fyrir svona eitt stk í viðbót við þau sem eru nú í rekstri og þá annað hvort í Helguvík eða Húsavík.

Sævar Helgason, 26.11.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Google ku nota 20 megawött samtals fyrir allar sínar 450.000 leitarvélar.

Svo það vekur spurningar hvað sé í farvatninu sem þarf 50 megawött sem aðilar eru tilbúnir til að borga vel fyrir?

Fjölbreytni er af hinu góða, en við nýtum ekki orkulindirnar nema hafa orkufrekan iðnað.

Tryggvi L. Skjaldarson, 27.11.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Sævar Helgason

Orkufrekuriðnaður -Já því miður er áliðnaður frekur til orkunnar og spilling á landi sem fer undir vatn og raflínulagnir  afar slæmur  fylgifiskur- verksmiðjurnar sjálfar eru smámunir til samanburðar.

Það er einkar dapurlegt til þess að hugsa að öll sú fórn á landi sem Kárahnjúkaverkefnið hefur krafist - skuli þegar upp er staðið -vera taprekstur til margra áratuga- þeir sem græða og hafa allt sitt á þurru er álverið á Reyðarfirði  og hagnaðurinn fer allur úr landi í sjóði erlendra aðila -utan vinnulauna .

Ljóst er að við þurfum að fá hærra raforkuverð vegna þessara virkjanna okkar og að dreifa áhættunni meir en verið hefur.

Netþjónabú er bara einn af mörgum kostum og auðvitað eigum við að hafa mikla fjölbreytni í okkar atvinnulífi - margt smátt gerir eitt stórt. Þjóðlífið verður fjölskrúðugra og skemmtilegra

Sævar Helgason, 27.11.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband