17.8.2008 | 10:28
Áframhaldandi fylgishrun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Borginni
Ber er hver að baki...
Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.
Myndin hér að ofan er orðin tákngerfingur þessa nýja meirihluta. Þau standa þarna tvö ein- Hanna Birna og Óskar Bergsson. Fylgið að baki þeim er ekki á vetur setjandi. Rúmlega 26 % borgarbúa styðja þau , samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sl. laugardag. Ætla mætti að hrifningaraldan væri þá í hámarki eftir allt fjölmiðla"sjóið" .
"Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann".
Glundroðakenningin sem Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur að gagnvart flokkum andstæðinga sinna, er að hitta hann sjálfan fyrir. Meira en hálfrar aldar forysta í borgarmálefnum- er fyrir björg fallinn.
Fólkið í Borginni hafnar þeim vinnubrögðum sem Sjálfstæðisflokkur hefur viðhaft - væntanlega koma áhrifin einnig fram á landsvísu...
.
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki til afturbatajómfrúr og sjálfstæðisflokkurinn í reykjavík verður ekki hrein mey þó hann skipti um nærbuxur.... þetta er sama ruglliðið.
Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.