Verður Bitruvirkjun að nýju bitbein þjóðar ?

 Frá Ölkelduhálsi og Bitru-útivistarhópur

P1010006 Kjartan Magnússon, formaður stjórnar OR, segir að ekki liggi fyrir nein ákvörðun um hvort farið verði út í framkvæmdir við Bitruvirkjun nú eftir slit á samstarfi sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magnússonar. Það komi í ljós í málefnasamningi nýs meirihluta í borgarstjórn sem kynntur verður á fimmtudag.

Er það ekki einmitt segullinn sterki sem dregur þessi öfl sem eru ráðandi í hvorum flokki , saman ?  Peningamaskína þessara tveggja flokka - Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-hefur fallist í faðma.Hann var táknrænn kossinn sem Hanna Birna smellti á Óskar Bergson í upphafi fjölmiðlasýningarinnar í Ráðhúsinu í gærkvöldi.  

Alfreð Þorsteinsson var endurvakinn og sendur í sjónvarpsviðtal þar sem hann lýsti því sem staðreynd að Bitruvirkjun væri það sem málið snérist um og væri grunnur þessa stjórnarsáttmála milli flokkanna.    Annar maður (kona) á lista Framsóknar, Marsibil Sæmundardóttir , lýsir yfir andstöðu sinni við þetta meirihlutasamstarf  og styður ekki gjörninginn.  Lygarnar sem þjóðin hefur upplifað af hálfu þeirra sem að þessum meirihluta standa ,er ekki til að skapa traust og tiltrú á þessu fólki...

Undanfarinn áratug hefur þjóðinni verið sundrað vegna offors í virkajanmálum.  Það sýndist sem að farið væri að örla á sáttum.. Bitra var aflögð sem virkjanakostur fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar mikillar mótmælaöldu.  Heildstætt umhverfismat hefur verið ákveðið með fyrirhugað Bakkaálver- línulagnir og orkuöflun.  Allt lofaði góðu með að vinnubrögð og val á virkjanakostum yrðu í sæmilegri sátt meðal þjóðarinnar.    Þá kemur þetta  180° umsnúningur.

Líklegt má telja að í hönd fari erfiðir tímar í þjóðlífinu - mótmælaöldur og sundrung .  Er mesta þörfin á því nú þegar í hönd fara tímar sem sátt meðal þjóðarinnar er nauðsynlegri en verið hefur í áratugi ?


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband