21.8.2008 | 18:40
Bylting í orkuöflun fyrir jarðvarmavirkjun
Eitt flóknasta borverkefni í heimi
Landsvirkjun og Jarðboranir hafa undirritað verksamning um borframkvæmdir á Kröflusvæðinu sem marka upphaf djúpborana á háhitasvæðum. Borholan verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Upphæð verksamningsins við Jarðboranir er rösklega 970 milljónir króna.
Þetta er gríðarlega spennandi verkefni . Borun niður á 4500 metra dýpi er til mikils að vinna. Sú orka sem fáanleg verður úr slíkri borholu jafngildir um 45 MW . Núverandi borholur eru að gefa um 4- 5 MW hver. Þannig að takist vel til er hér á ferðinni hrein bylting í orkuöflun á jarðhitasvæði.
Landsvirkjun og Jarðborunum er óskað velgengni við þetta mikilvæga verkefni.
Eitt flóknasta borverkefni í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.