Raforkuvirkjun á Ströndum

 Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum

Hvalá

  Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum verði virkjuð til að bæta orkuöryggi Vestfirðinga, verði umhverfisáhrif innan marka.  Hann segir brýna þörf á að bæta orkuöryggi Vestfjarða. Framundan eru rannsóknir á svæðinu og umhverfismat, og verði niðurstöður þeirra jákvæðar gætu framkvæmdir hafist innan þriggja ára, segir Össur. Hann segir fyrirtæki og einstaklinga á Vestfjörðum hafa sýnt því áhuga að byggja, eiga og reka virkjunina. Á næstu mánuðum komi í ljós hvort þeim takist að afla fjár til verkefnisins. Takist það ekki, segist Össur telja að ríkið eigi að koma til skjalanna með sín raforkufyrirtæki og byggja Hvalárvirkjun. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV í dag 23.8.2008.

Vatnasvæði Hvalár á Ófeigsfjarðarheiði Hvalá 1

Hvalá á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði og skömmu áður en hún nær byggð hefur áin Rjúkandi , sem er mikið vatnsfall, sameinast henni. Mikið vatnasvæði er á Ófeigsfjarðarheiðinni sem kæmi til viðbótar þessum tveim stórvatnsföllum verði virkjað þarna. 

Í marga áratugi hafa komið fram hugmyndir um að virkja þessi miklu vatnsföll þarna norður á Ströndum en aldrei orðið af neinum framkvæmdum.  Þessi virkjun myndi styrkja Vestfjarðaorkukerfið stórlega og styrkja byggð á Vestfjörðum verulega.  

Fyrir mörgum áratugum reyndu bændur í Ófeigsfirði að virkja þarna vatnsfallið Húsá til heimabrúks en allt var af vanefnum gert og dugði sú virkjun í skamman tíma og sjást þar nú rústir einar . En nú skal staðið myndarlega að málum með allri tækni nútímans og fjármagni. 

Þessum mikilvæga virkjanakosti fyrir byggðirnar á Vestfjörðum er fagnað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband