Hruninn efnahagur ?

Það var fróðlegt viðtalið sem Egill Helgason hafði við Jónas Haralz fv.bankastjóra og  hagfræðing, í Silfri Egils . Jónas rakti í stuttu en afar skýru máli peningamál okkar Íslendinga allt frá fyrri heimstyrjöldinni og fram á okkar tíma. Ljóst er að allt fram á síðustu 10 árin vorum við í ýmsum myntbandalögum annarra þjóða og höfðum af því mikið gagn.

Á viðreisnarárunum uppúr 1960 var komið hér á stofn efnahagsstofnun sem hafði heildaryfirsýn varðandi efnahagsmál þjóðarinnar og var forsætisráðherra til ráðuneytis við stjórn efnahagsmálanna.   Á síðustu 10 árum hefur orðið mikil breyting hér á.  

Þjóðhagsstofnun (Efnahagsstofnun) var lögð niður í einhverju fússi af þáverandi forsætisráðherra , Davíð Oddssyni og verkefnum hennar dreift vítt og breitt milli ráðuneyta- heildaryfirsýn efnahagsmála hvarf- og svo er ennþá.  

Síðan var peningamálastefnunni gjörbreytt - fyrst með fljótandi krónu og síðan sjálfstæðri mynnt - íslensku krónunni.  Og nú er illt í efni. Skuldir bankanna nema um 10.000 milljörðum króna  en eignir á móti taldar um 8.000 milljarðar- en geta vel verið miklu minni. Heimilin í landinu skulda um 1.000 milljarða kr. Vextir á bilinu 18- 25 %  og verðbólga 14-15 % á ársgrunni.

Fasteignamarkaðurinn er hruninn- og framboð nýrra fasteigna milli 2- 3000 umfram þörf. Bílafloti okkar sá óhagkvæmasti í allri Evrópu.

Staða okkar er margfalt verri en í nokkru landi sem við berum okkar gjarnan saman við.

Eru ofantaldar staðreyndir ekki skýrt talandi um algjöran skort á heildaryfirsýn efnahagsmála og þar með stjórnleysis sl . 10 árin ?   Og er peningastefnan ekki algjörlega hrunin ?

Það virðist sem að enginn viti neitt um efnahaginn. Seðlabankinn lýsti 125 milljarða viðskiptahalla í sl mánuði.  Bankarnir og viðskiptalífið skilja ekkert í þeirri útkomu.

Mér finnst að þjóðin sé í mjög slæmum málum og að stjórnvöld verði alvarlega að bretta upp ermarnar og koma skikki á ástandið til framtíðar.  

Virkjun og álver hér og þar er ekki forgangsmál að mati Jónasar Haralz.... Hann hefur menntunina, þekkinguna og reynsluna til að geta ráðlagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er rétt hjá Jónasi Haralz að öll fyrrverandi myntbandalög og myntsamstörf reyndust þjóðinni illa og voru ófær. Sama gilti einnig fyrir aðrar þjóðir. Ísland fór fyrst að efnast svo um munaði þegar þeir fengu í hendurnar óskorin umráð yfir eigin peninga- og myntmálum þjóðarinnar ásamt óskornu fullveldi. Já, þetta er staðreynd.

Eigi að síður leggur Jónas Haralz ekki dul á að hann álítur að þjóðin eigi að feta þessa grýttu götu aftur og sem einnig mun þýða að fullveldi þjóðarinnar muni verða skert aftur. Einu sinni enn! Þetta er því ansi merkileg ályktun Jónasar og þá sérstaklega skoðuð í ljósi sögu Íslands sem fyrrverandi nýlenda annarra ríkja og ofurmáttarvalda.

Ef þér finnst efnahagsmálin erfið á Íslandi prófaðu þá harkfarir Evrópusambandsins og þú munt hreinlega öskra á smá verðbólgu aftur, því hér stendur flest á barmi hengiflugs á komandi árum:

1) ESB alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og Bandaríkin, hvert einasta ár

2) 30% gengisfall evru 1999-2001

3) 10% atvinnuleysi áratugum saman

4) Skattar komnir í 40% hlutfall landsframleiðslu

5) Einn versti hagvöxtur í hinum iðnvædda heimi í heilan áratug

6) Evran er að falla að nýju, núna 11% á aðeins sex vikum og mun falla 30% í viðbót

7) Húsnæðismarkaðir munu nú falla um 30-40% á komandi árum og valda öngþveiti í efnahagsmálum ESB

8) Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er núna 15% og sumstaðar 28%

9) 60% af evrusvæði hefur haft lélegasta hagvöxt allra landa í OECD síðastliðin 14 ár.

Kveðjur úr himnaríki efnahagsmála Evrópusambandsins

Stöðugleikur ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband