17.9.2008 | 11:19
Kjör eldri borgara
Frá Hafnarfirði- sólsetur-degi hallar
Í gær þ. 16. september undirritaði Jóhanna Sigurðardóttir félags og tryggingamálaráðherra reglugerð sem tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Þessi lágmarksframfærsluupphæð er kr. 150 þúsund á mánuði fyrir einstakling og kr. 256 þúsund á mánuði fyrir hjón, fyrir skatt.
Þessi reglugerð tekur nú þegar gildi.
Fyrir einu ári síðan var lágmarksupphæð til einstaklings kr 126 þúsund á mánuði . Þetta er því hækkun á lífeyri til aldraða um 19 % á einu ári og því er fagnað.
Frá því núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumunum vorið 2007 hafa orðið ýmsar mikilvægar umbætur gagnvart kjörum aldraða.
Afnám skerðingar frá almannatryggingum vegna tekna maka hafa verið afnumdar. Fyrir meira en 4000 þúsund eftilaunaþega var þetta mikil mannréttinda og kjarabót. Skerðingahlutfall vegna lífeyrissjóðstekna var fært úr 30 % í 25 % þann 1. apríl sl. - hagur lífeyrissjóðaþega hefur styrkst.
Frítekjumark atvinnutekna eftir 67 ára aldur hefur verið hækkað í kr. 100 þúsund á mánuði - án skerðinar á greiðslum frá almannatryggingum.
Skattleysismörk verða hækkuð í áföngum um kr. 20 þúsund á mánuði ofaná verðlagshækkanir.
Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna séreignarsparnaðar verður afnumin um áramót.
Efnaleg kjör eldri borgara hafa batnað það sem af er kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar.
Lífeyrissjóðsþegar bera enn skarðan hlut vegna skerðinga . Allar skerðinagar á greiðslum frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna á að afnema. Fólkið er búið að greiða fulla skatta í áratugi sem m.a. ganga til almannatrygginga vegna ellilífeyris auk fullra greiðslna í lífeyrissjóði- þessar skerðingar eru því í raun afnám áunnina réttinda. Sett hefur verið 90 þúsund kr. frítekjumark vegna fjármagnstekna- en þar er ekki tekið tillit til að 3/4 af lífeyrissjóðstekjum eru í raun fjármagnstekjur- það veður að jafna.
En það hefur ýmislegt fleira áunnist -það eru hjúkrunarmálin. Þreföldun á fjármagni hefur verið ráðstafað til heimahjúkrunar á næstu þremur árum. Það styrkir stöðu þeirra sem vilja og geta dvalið sem lengst á sínu heimili. Ákveðið hefur verið að auka hjúkrunarrými um 400 á næstu árum auk þess sem einbýlum verður fjölgað um 300 . Þetta er byggt á nákvæmri áætlun varðandi þörfina á landsvísu.
Ljóst er að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hefur tekið til hendinni . Langt tímabil stöðnunar og afturfarar í málefnum eldri borgara er að baki .
Góðum áfanga er náð en margt bíður úrlausnar í málefnum aldraða - fólksins sem með vinnu sinni og elju hefur lagt drjúgan skerf til hinnar miklu uppbyggingar síðustu áratugina hér á landi...á langri starfsævi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæll!
Reglugerð Jóhönnu hækkar lífeyri aldraðra,þeirra verst settu,um 1484 kr. á mánuði.Við fögnum öllum skrefum fram á við en ég bjóst við stærra skrefi.
Kveðja
Björgvin'
Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.