Útrásarstjórnmálamenn og ábyrgð

       Skarfar ráða ráðum sínum

Toppskarfar á stuðlabergssillum í Melrakkaey

Nú segja stjórnmálamenn hver um annan þveran að sýna skuli samstöðu og ekki styggja neinn eða benda á sökudólga í þeim hremmingum sem nú banka uppá. 

Þó held ég að umræða nú þegar sé nauðsynleg.  Nú  er verið að skipta strandgóssinu á strandstað. Fjöldi manns er mættur- vinir,ættingjar,viðskiptafélagar og stjórnmálaöfl...

Græðgin hvarf ekki með bankagjaldþrotinu.  Nú er áherslan væntanlega  að hremma sem mest.  Verður réttlátlega skipt ?  Hverjir tryggja það ?

Útrásarvíkingar eru nú á milli tannanna á almenningi sem stjórnmálafólki og þeir taldir einir sökudólga. Er það svo ?  Hverjir eiga að setja leikreglur þjóðfélagsins ? 

Og hverjir eiga að hafa eftirlit með að þeim sé fylgt ?  Bera stjórnmálamenn og konur hér ekki mikla ábyrgð ?

Útrásarvíkingar voru aðeins á því leiksvæði og með þau leiktæki og innan þess regluverks eða regluleysis  sem stjórnvöld lögðu blessun sína yfir með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Það þarf að skipta fleiru en góssinu á strandstað.  Það verður að skipta um stjórn og  verulegan hluta þingmanna og kvenna.  Það er mikið verk fyrir höndum og nýir vendir sópa best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband