Skuldir óreiðumanna og ICESAVE gjaldþrot

Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Davíð Oddsson. „Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna," sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, í Kastljósi í kvöld. Ríkið muni ekki borga skuldir bankanna „sem hafa farið dálítið gáleysislega."
Lesa meira

Auðvitað eiga þeir sem stofnuðu til þessara skulda utan Íslands að vera ábyrgir fyrir þeim.  En það sem veldur áhyggjum er þessi ICESAVE netbanki í Bretlandi sem nú stefnir í þrot.  Við Íslendingar virðumst ábyrg fyrir tryggingagreiðslum vegna innistæðna . Þessi upphæð er talin um 500 milljarðar íslkr.  Hver gaf heimild fyrir þessari ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á þessum banka í Bretlandi ?  Hver er ábyrgur ?   Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna ,segir Seðlabankastjóri.  Þessi skuldaábyrgð Landsbankaóreiðumanna hlýtur að vera okkur íslendingum óviðkomandi...er það ekki ?

Það er beðið svara.

 


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Kristján Hafst Guðmundsson

Bretar hafa verið með reiknikúnstir til að flytja ábyrgð af breska ríkinu á íslenska ríkið. Ég fæ ekki séð að íslenska ríkið hafi skrifað upp á nokkra ábyrgð á starfsemi íslensku bankanna erlendis. Banki með starfsleyfi í Bretlandi hlýtur að lúta breskum lögum og reglum og varla segja þeirra lög og reglur að bankastarfsemi í Bretlandi skuli tryggð af íslenska ríkinu á þeirra markaði.

Karl Kristján Hafst Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta gæti orðið að þrætuepli um langa hríð... æ æ æ.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 01:30

3 Smámynd: Sævar Helgason

 Á Eyjunni.is þ .8.10.2008 var þessi frétt :

"Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali á BBC í morgun að Íslendingar ætluðu “þó ótrúlegt væri, ekki að standa við skuldbindingar sínar” gagnvart Icesave innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi.

Gordon Brown forsætisráðherra sagði einnig á BBC, samkvæmt fréttum RÚV, að bresk stjórnvöld muni leita lagalegs réttar síns gagnvart Íslandi.

Alistair Darling sagðist telja að engir peningar væru í íslenska sjóðnum til að greiða skuldbindingarnar og að hann hefði þess vegna ákveðið að tryggingarupphæð breska ríkissjóðsins yrðu þeim mun hærri. Hann sagðist hafa rætt við íslensk stjórnvöld í gærkvöldi þar sem þau hefðu tilkynnt þessa afstöðu sína."

Það ætlar að verða okkur dýrkeypt þetta útrásarævintýri. Hvert verður lánstraustið næstu áratugina í Bretlandi ?  Þetta virðast hafa verið sannar víkingaherferðir að fornum sið en með nútíma stríðstólum.. strandhögg og farið rándhendi um héruð á erlendri grund.

Sævar Helgason, 8.10.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband