Samfylkingin vill endurnýjaðan stjórnarsáttmála.

Vilja nýjan stjórnarsáttmála

Mynd 452570 Innan Samfylkingarinnar er nú vaxandi krafa um að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar verði endurnýjaður. Ríkisstjórnin verði að marka sér nýja framtíðarsýn til að slá á óróleikann í samfélaginu. Fréttastofa RÚV greindi frá því að viðmælendur úr röðum Samfylkingarinnar væru sammála um að ríkisstjórnin verði að taka af skarið og marka skýra stefnu. Stjórnarsáttmálinn frá því vorið 2007 heyrði nú sögunni til.
Lesa meira

Ljóst er að allar forsendur sem gengið var útfrá á vormánuðum árið 2007 , þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar var gerður, hafa gjörbreyst. 

Því má ljóst vera að sú stefnumörkun sem þá þótti ásættanleg - er núna orðin að marklausu korti til siglingarleiðsögu út úr ríkjandi ástandi.

Allt er gjörbreytt.

Annar stjórnarflokkurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli- hugmyndafræði hans eru rústir einar og ábyrgð hans á núverandi stöðu þjóðarinnar, mikil.

Hinn stjórnarflokkurinn, Samfylkingin , er við betri  aðstæður að þessu leyti-þó ábyrgðin sé einnig á ríkjandi ástandi, á hennar könnu- undan því verður ekki vikist.

Þjóðin er í losti og reiðin er að byrja að leita útrásar-eðlilega. 

Fólki finnst öll upplýsingagjöf stjórnvalda í skötulíki og þaðan af síður skynjar það að nokkur forysta sé yfirleitt til staðar.

Stjórnvöld eru á strandstað að deila út strandgóssinu, því sem bjargað hefur verið. Það ríkir leynd um það verkefni- er spilling þar í gangi spyr fólk ?- sporin hræða.

Fjöldauppsagnir ríða yfir í atvinnulífinu. Gjaldþrot heimila og fyrirtækja eru að verða daglegt brauð.  Bæjarfélög eru farin að huga að ,matargjöfum til skólabarna vegna bágrar stöðu margra heimila.  

Lánstraust þjóðarinnar á alþjóðavettvangi hefur beðið skipbrot- enginn vill lána okkur  við ríkjandi stjórnmálaaðstæður- við erum trausti rúinn.

Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil og þeirra flokka sem að henni standa. Ljóst er að ákveðin pattstaða ríkir í stjórnarsamstarfinu .  

Það sýnist að tvær leiðir séu í stöðunni :

- Að núverandi ríkisstjórnarflokkar endurskoði stjórnarsáttmálann ,strax, og  móti trúverðuga stefnu  til framtíðar þannig að hjól atvinnulífs snúist áfram. Peningamál og gjaldeyrismál komist á réttan kjöl. Að þær stofnanir sem með fjármálin fara fái nýja forystu. Að við öðlumst trúverðugleika á alþjóðavettvangi.

- Að alþingi samþykki vantraust á núverandi ríkisstjórn og mynduð verði utanþingsstjórn, skipuð vel hæfum einstaklingum, sem sitji fram til vors að afloknum kosningum.

Verði ekki fljótt breyting á er víst að við færumst nær og nær upplausnarástandi sem margfaldar bæði skaðann og vinnur gegn endurreisn þjóðfélagsins...


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar: Ég tel að búið sé að gera nýjan stjórnarsáttmála. Það er umsóknin um aðstoð IMF og planið sem fylgdi umsókninni.

Nú veit maður ekki nákvæmlega hvað er í því plani en líklegast er ekki mikið svigrúm til frekari æfinga...

Gestur Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já ,Gestur , við eigum ekki úrval kosta eins og málum okkar er nú komið. 

 Aðalatriði er að koma þjóðfélaginu í gang svo fljótt sem nokkur kostur er- og fara að vinna okkur trúverðugleika innan alþjóðasamfélagsins.

Sævar Helgason, 11.11.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nákvæmlega. Við þá vinnu verða menn að standa saman og koma með góðar hugmyndir að vinna úr. Ekki standa hjá eins og kötturinn, hundurinn og grísinn og segja "ekki ég".

Gestur Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband