Óreiðustjórnvöld byrja naflaskoðun

Uppskeran eins og sáð var

Davíð Oddsson, Erlendur Hjaltason og Friðrik Már Baldursson... Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að nýliðinn október líði seint úr minni en þá hafi leyst öfl úr læðingi sem höfðu lengi búið undir. Segir Davíð að uppskera mánaðarins hafi verið ömurleg og úr sér sprottin en að mestu eins og sáð hafði verið til. Fyrirhyggjuleysi sáðmanna hafi þar ráðið miklu.
Lesa meira

Nú leggjast margir í sagnfræði og tína þá mola út sem að gagni mega koma til réttlætingar á stöðu sinni. Seðlabankastjórinn er einn af þeim. Og aðalinntak í þeirri sagnfræði er að allt það  vonda sem hent hafi þjóðina með efnahagshruninu- hafi orðið þrátt fyrir alvarleg varnaðarorð um hvert stefndi - allt frá árinu 2006. Bútar úr ræðum viðkomandi eru tíndir til, því til sönnunar. 

Ábyrgð Seðalbankastjórans á hverning komið er fyrir þjóðinni - er mikil. en það er langur vegur frá því að við hann einan sé að sakast.

Ríkisstjórn , bæði sú fyrri og núverandi , eiga hér mikinn hlut að máli. Stjórnvöld hafa flotið sofandi að feigðarósi. 

Stjórnvöld fengu margar aðvaranir frá virtum þekkingaraðilum , bæði erlendum sem innlendum. um hvert stefndi- yrði ekkert að gert. Stjórnvöld kusu að gera ekki neitt. 

Tíminn var nýttur í að afla okkur vinsemdar til setu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alskyns útrásarhugmyndafræði.

Þjóðin var skilin eftir , án forystu, meðan eldar efnahagshrunsins loguðu glatt og í lok september var allt brunnið. Þjóðin er rúin trausti á alþjóðavettvangi sem óreiðuþjóð - þjóð er neitar að standa við skuldbindingar sínar.

Það þurfti allt Evrópusambandið til að leggjast á eitt við að gera stjórnvöldum það ljóst að hegðunin samræmdist ekki siðuðu samfélagi þjóða.

Við vorum við mörk útskrúfunar.

Traust þjóðarinnar til stjórnvalda hefur beðið alvarlegan hnekki. Enginn hefur í raun axlað ábyrgð.

Þau öfl sem öðrufremur leiddu til efnahagshrunsins- verða að víkja af vettvangi stjórnunar og áhrifa- það er fyrsta skrefið á langri vegferð þjóðarinnar til endurreisnar efnahags og trúverðugleika á alþjóðavettvangi. 

 

 

 


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það þurfti allt Evrópusambandið til að leggjast á eitt við að gera stjórnvöldum það ljóst að hegðunin samræmdist ekki siðuðu samfélagi þjóða."

Við þessa ofangreindu staðhæfingu þína hef ég ýmislegt að athuga. Þrátt fyrir að alls ekki sé ljóst, lagalega séð, hverjar raunverulegar skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave málsins eru þá virðist þú þeirrar skoðunar að leggja eigi þessar byrðar á íslenskan almenning möglunarlaust. Auðvitað var það eðlileg afstaða íslenska ríkisins að reyna að ná einhverri hagstæðari niðurstöðu og standa gegn kúgun. En þegar þitt elskaða evrópusamband tók allt afstöðu með Bretum og Hollendingum þá má segja að við höfum verið komnir út í horn.

Það gleymist nefnilega í þessu máli að það endurspeglar hve evrópureglurnar um innistæður eru í rauninni lélegar og að einhverju leiti óskýrar. Engin þeirra þjóða sem þvingaði fram þessa niðurstöðu hefði nokkurn tímann sætt sig við sömu trakteringar - sömu HLUTFALLSLEGU skuldaáþjánina.

Kannski skrifaðir þú upp á víxil en ég gerði það ekki. Þetta gefur okkur kannski hugmynd um hvað bíður okkar innan ESB. En Samfylkingunni virðist svo sem sama um það, hún er í stjórn á daginn og stjórnarandstöðu á kvöldin eins og Einar Már lét hafa eftir sér í mogganum nýlega. Lausnin sem Samfylkingin boðar er að fara á styrkjaspenann í ESB en láta auðlindir þjóðarinnar fyrir.

Húrra fyrir því...eða þannig.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta mál hefur nákvæmlega ekkert með íslenska stjórnmálafkokka að gera. Bankarnir fóru inná ESB svæðið á forsendum EES samnings okkar. Þar gilda lög um að ekki megi mismuna sparifjáreigengum eftir þjóðerni. Það ætluðum við að gera . Sparifé okkar í þessum sömu bönkum fékk fulla innistæðutryggingu- en við ætluðum að stinga af frá skundbindingum okkar í Hollandi og Bretlandi.  Það var bara tekið í rasskgatið á okkur og okkur gerð grein fyrir okkar skuldbindigum- við urðum að standa skil á okkar 20 þús. evrum/ innistæðureikning-- Málið er ekki flóknara en það-- Síðan skalt þú skamma hina réttu gangstera ,íslensku bankastjórnana sem komu okkur í þennan drullupitt- þeirra er glæpurinn...

Sævar Helgason, 19.11.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband