1.12.2008 | 20:02
Áhrif mótmælenda hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokkanna
VG stærsti flokkurinn
Innlent | mbl.is | 1.12.2008 | 18:01 Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur nú mesta fylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið niður í 21% og hefur ekki mælst minna.
Samkvæmt könnuninni er fylgi VG nú 32%, fylgi Samfylkingar 31%, Sjálfstæðisflokks 21%, Framsóknarflokks 8% og Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar 3%.
Um 32% aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
10% vildu ekki svara spurningu um stuðning við flokk og 16% sögðust myndu skila auðu.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mótmælin , viku eftir viku stundum tvö í viku - hafa áhrif. Höfuðpaurinn sem mótmælin beinast gegn - fellur neðar og neðar með hverri skoðanakönnun. Fylgi við Sjálfstæðisflokk er hrunið og á eftir að hrynja ennþá neðar. Flokkurinn og hans innsta klíka - neitar að axla nokkra stjórnmálalega ábyrgð. Seðlabankastjórinn og fv forsætisráðherra - situr sem fastast- rúinn öllu trausti. Fjármálaeftirlitið er ennþá óbreytt. Samfylkingin sem einnig tekur ábyrgð á samstarfsflokknum- er að byrja að dala í stuðningi - frá síðustu skoðanakönnun. Ljóst er að þúsundir mótmælenda , sem með samstöðu sinni og barátthug, hafa vaxandi áhrif í samfélaginu.
Krafan um kosningar í vor verður háværari....
![]() |
VG stærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.