Umhverfisráðherra boðar auknar friðlýsingar

Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun. 
Fjöldi svæða sem friðlýst hafa verið á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum til náttúruverndar er nú 96 og þau ná yfir tæplega 20% af flatarmáli Íslands.Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun. Fjöldi svæða sem friðlýst hafa verið á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum til náttúruverndar er nú 96 og þau ná yfir tæplega 20% af flatarmáli Íslands.

 Jarðfræðisvæði:

a) Langisjór og nágrenni. Langir móbergshryggir úr basalti, myndaðir við sprungugos undir jökli, einkenna svæðið. Eldgjársprungan liggur um svæðið austanvert og er lengsta gígaröð sem gosið hefur á landinu á sögulegum tíma. Langisjór og umhverfi hans er þekkt fyrir náttúrufegurð þar sem dökkbrúnt móbergið ásamt svörtum vikrinum frá Veiðivatnagosinu 1477 kallast á við tært fjallavatnið og mosagróður í fjallahlíðum. Á svæðinu er einstakt samspil jarðelds og jökla við mótun landsins.    

Frá Langasjó- Fögrufjöll

Frá Langasjó

 

Langisjór hefur um langt skeið verið á lista yfir virkjunarsvæði til raforkuframleiðslu.  Ráðgert hafði verið að veita Skaftá inní Langasjó og gera þar miðlunarlón.

Við þá röskun hefði þetta fagurbláa og gríðarstóra háfjallavatn breyst í forugan drullupoll ásamt mikilli hækkun vatnsyfirborðs með miklum yfirborðssveiflum eftir árstímum.

Umhverfi Fögrufjalla, sem mynda austurhlið Langasjávar hefði að mikluleyti orðið rústir einar frá því sem nú er, ef af þessum virkjanaáformum hefði orðið

  Sérstök ástæða er til að fagna fyrirhugaðri friðlýsingu Langasjávar og að innlima hann í Vatnajökulsþjóðgarð. 

  Nú þegar við höfum rústað efnahagskerfi okkar er gott til þess að vita að staðinn er vörður um náttúrulegt umhverfi okkar og dýrmætum svæðum ekki fórnað fyrir skammtíma gróða...

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir er að leggja fram merkt frumvarp á Alþingi með öllum þessum friðlýsingaráformum. 

 


mbl.is Þrettán ný svæði friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband