Göran Persson fv forsætisráðherra Svía - kennir ráðmönnum Íslands.

www.ruv.is10. desember 2008

Beint í leiðarkerfi.

Persson: Kreppuáætlun mikilvæg

Persson: Kreppuáætlun mikilvæg Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar,

Þið verðið að endurheimta trúverðugleikann, þið verðið að hafa allt bókhald fjármálafyrirtækjanna opið og læsilegt fyrir almenning. Allt verður að vera uppi á borðinu, sagði Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem hélt ræðu í hátíðasal Háskóla Íslands í dag.

Göran sagði að yfirvöld yrðu að birta skýra aðgerðaáætlun þannig að fólk sæi hvort eitthvað miðaði fram á veginn. Hafi fjármunum verið komið undan í bankahruninu væri lífsnauðsyn að ná aftur eins miklu af því fé því það væri eign þjóðarinnar.

Göran Persson var  forsætisráðherra Svía og stýrði þeirra þjóðarskútu út úr alvarlegri niðursveiflu á fyrri helmingi síðasta áratugar.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er gott að vera búinn að fá þennan liðsauka við fókið sem staðið hefur mótmælastöðu hvern laugardag í kulda og trekki á Austurvelli og víða um landið.. Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar hefur reynsluna og þekkinguna. Fram að þessu hafa íslensk stjórnvöld ekki haft neina tilburði í þessa átt sem Göran Persson leggur höfuðárheslu á.

Þær eru :

- Allt uppá borðið opið og læsilegt almenningi

- Endurheimta trúverðugleikann 

- Aðgerðir og aðgerðaáætlun

- Upplýsa um gang aðgerða.

- Hindra þjófnað og undanskot eigna almennins og endurheimta það 

Allt eru þetta atriði sem  gagngýni hefur beinst að. Trúverðuleiki Seðlabanka og Fjármálaeftirlits er enginn í hugum almennings.  Flest hefur verið gert í leyni og pukri - spilling talin vera í gangi við skil bankanna.   Engin aðgerðaáætlun sem heitið getur verði kynnt- kannski ekki til ?  Upplýsingar um gang "aðgerða" engar.  Undanskot eigna og jafnvel þjófnaður sætir vaxandi tortryggni um að lítið sé aðhafst.

Semsagt íslensk stjórnvöld hafa fengið Göran Persson til að upplýsa sig um  hörmuleg vinnubrögð hér á landi í kjölfar bankahrunsins...

Vonandi förum við að sjá einhvern árangur fljótlega af kennslu Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar. Hafi hann bestu þakkir fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband