Velferð eldri borgara á erfiðum tímum

          Frá Þingvöllum-Flosagjá

p9280014.jpg Senn líður að hátíð friðarins- jólahátíðinni.  Þrátt fyrir erfiðleika í þjóðlífinu sem heimsótt hafa okkur af meiri þunga en um áratugaskeið, þá fylgir aðventunni ennþá sú sama eftirvænting til jólanna og um aldir, hjá þessari þjóð.

Og nú á aðventunni  bauð Samfylkingin eldri borgurum sem standa að félagskapnum 60 + í jólakaffi á Grand hótel.

 Fjölmenni ,um 300 manns, mætti og átti góða stund saman og með þeim ráðherrum, Ingibjörgu Sólrúnu,formanni, Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðssyni , viðskiptaráðherra.

 Öll fluttu það ávörp og ræddu stjórnmálaviðhorfið. En eðlilega var það brennandi spurning á eldri borgurum - hvaða lífskjörum það mætti búast við að lifa við á þeim tímum er þær þrengingar sem nú eru, byggju þjóðinni.  Og svör komu við spurningum ,hvað efnahaginn og aðbúnað varðaði.  

 Við Strandakirkju- Landsýn

p8040004.jpg Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð vorið 2007 af Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki var ljóst að kjör eldri borgara höfðu dregist mjög aftúr úr miðað við það sem almennt gerðist í þjóðfélaginu.  Brýnt var því að gera úrbætur ,þó ljóst væri að nokkurn tíma tæki að rétta af það misræmi sem orðið var. Þrátt fyrir okkar miklu efnahagsörðuleika sem nú steðja að stendur þetta uppúr :

- Afnám tekjutengingar við maka hefur verið afnumið sem er mikið     mannréttindamál   og kjarabót fyrir mjög marga eða um 5000 manns

- Þeir sem engar tekjur fá frá lífeyrissjóði - fá nú 25 þús. kr sem lífeyrissjóðs-greiðslu

-  Dregið var mjög úr tekjutengingum almannatrygginga.

- Og nú geta eldri borgarar unnið sér inn 100 þús kr á mán. án  þess að það        skerði   bætur þeirra frá almannatryggingum.

- Séreignarlífeyrisparaður  verður ekki skertur við töku hans eftir 67 ára aldur.

Og þá er það hin beina peningahlið :

Á tímabili þessarar ríkisstjórnar hafa orðið umtalsverðar hækkanir á lágmarkslífeyri

- Í desember 2007 var lágmarkslífeyrir 126.537 kr   en verður nú um áramót 180.000 kr. fyrir  skatt en það er um 42% hækkun á þessu tímabili  eða 53.463 kr.  fyrir einstakling.  

Ljóst er að lögð hefur verið höfuðáhersla á að bæta kjör hinna lakast settu - það er vel.

Heimahjúkrun aldraða er vaxandi þáttur í  þjónustu við eldri borgara og er ríkulegur þáttur í að þeir geti dvalið sem lengst í heimahúsum.   Á þessu sviði hefur orðið gjörbreyting til hins betra:

Árið 2005 var varið til þessa málaflokks  50 milljónum kr.

Árið 2006 ------------------------------------- 20 milljónum kr

Árið 2007 ------------------------------------200 milljónum kr

Árið 2008------------------------------------ 300 milljónum kr

Árið 2009 er áætlað að verja ----------- 400 milljónum  kr

Það er því ljóst að verulegar úrbætur hafa orðið á högum eldri borgara á því tímabili sem liðið hefur frá því þessi ríkisstjórn tók við  stjórnartaumunum.  En nú harðnar í dalnum í efnahagsmálum þjóðarinnar og ekki þessa að vænta að hagur þeirra betur settu vænkist- þvert á móti. En hagur hinna lakast settu hefur fengið forgang og er það vel- enda í anda jafnaðarstefnunnar.

Gleðilega hátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband