18.12.2008 | 13:57
Unga fólkið sem erfir skuldirnar- mótmælir
Frétt af mbl.is
Mótmæli halda áfram
Innlent | mbl | 18.12.2008 | 13:06
Ingvar Þórisson sem tók þátt í mótmælum við Fjármálaeftirlitið í morgun segir að þau hafi átt að vera friðsamleg en þegar dyrum stofnunarinnar hafi verið lokað og læst, hafi soðið upp úr. Hann á von á áframhaldandi mótmælum á morgun. Síðan taki við Jólafrí.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Athyglisvert er að unga fólkið sem á að erfa landið - er ekki sátt við að erfa einnig þá gríðarlegu skuldabagga sem nýfrjálshyggjan undangengin áratug hefur lagt á þjóðina. Sökin liggur ekki hjá þessu unga fólki- það mótmælir spillingaröflunum og vill það burtu úr embættum sínum. Einn sagði af sér í morgun. Tryggvi Jónsson...Hvenær fara þeir næstu ? Mótmælin halda áfram- eftir áramótin verða þau sennilega harðari
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.12.2008 kl. 12:02 | Facebook
Athugasemdir
Loksins maður sem sér þetta í réttu ljósi, bloggaði einmitt um hve mikið bull það er að röfla yfir rúðunni.
Bára Halldórsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:21
þakkaði þér fyrir þetta ég var að missa alla von ;)
Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 14:54
heirðu váá!! hérna er fólkið sem ég er búinn að vera að leita af!!
akkurat núna er ég 18 ára og ég hef engann áhuga á að borga skuldir hjá öðru fólki sem ekki getur axlast ábyrgð á sínum mistökum!!!
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:30
heyr heyr... ef ekki verður meiri harka í mótmælum eftir áramót er eitthvað að...
jónas Fr. út úr fjármálaeftirlitinu strax!!
13 dagar í röð í Grikklandi í dag..
Hinrik Þór Svavarsson, 18.12.2008 kl. 16:01
Gleðileg jól, Sævar minn!
Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.