4.1.2009 | 21:49
Ísland fordæmir innrásina á Gaza
Æfðu innrásina í átján mánuði
Erlent | AFP | 4.1.2009 | 20:59
Undirbúningur ísraelska hersins fyrir innrásina á Gaza stóð í átján mánuði, að sögn talsmanns hersins. Undirbúningurinn fór fram í yfirgefinni herstöð í eyðimörk en þar hafði verið reist eftirlíking af Gazaborg. Að minnsta kosti 500 Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraelshers á Gaza hófust lok desember og allt að 300 þúsund særst. Þjóðir heims þrýsta nú mjög á um vopnahlé á Gaza.
Lesa meira
Eftir þessum fréttum að dæma virðast Ísraelsmenn ætla að þurrka út Palestínuþjóðina sem býr á Gaza. Ísraelríki er ekkert annað en útibú frá BNA- án þeirra stuðnings á öllum sviðum, bæði hernaðalega og stjórnmálalega, gætu þeir ekki stundað' þessa gereyðingarstyrjöld . Fyrst og fremst eru þeir núna að murka lífið úr konum og börnum. Meira en 500 Palestínumenn hafa fallið en einn Ísraeli- slíkt er ofureflið. Í 18 mánuði hafa þeir undirbúið glæpaverkið.
Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fordæmt Ísraelsmenn fyrir glæpinn - það er vel og sómi Íslands.
Hugur okkar er nú hjá Palestínuþjóðinni.
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Segja rétt og satt frá, frá BBc.
It says 21 of the 70 people killed since the beginning of the ground offensive were children. Some 2,500 people have reportedly also been wounded.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 4.1.2009 kl. 22:29
"Erlent | AFP | 4.1.2009 | 20:59
Undirbúningur ísraelska hersins fyrir innrásina á Gaza stóð í átján mánuði, að sögn talsmanns hersins. Undirbúningurinn fór fram í yfirgefinni herstöð í eyðimörk en þar hafði verið reist eftirlíking af Gazaborg. Að minnsta kosti 500 Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraelshers á Gaza hófust lok desember og allt að 300 þúsund særst. Þjóðir heims þrýsta nú mjög á um vopnahlé á Gaza."
Allt er þetta frá AFP fréttastofunni. Bara lesa þetta.
Sævar Helgason, 4.1.2009 kl. 22:39
Er ekki komið tæm á að slíta stjórnmálasambandi við þessa glæpahunda og terrorista númer 1 hér í heimi. Ef það er ekki krafan nú, þá er það eitt og sér nægilegt til að heimta að stjórnvöld segi af sér. Nú er mælirinn gersamlega fullur.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 23:00
Sæll. En ekk rétt. http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7810804.stm
Kv. SIgurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 4.1.2009 kl. 23:13
Sigurjón !
Endilega kvartaðu við Morgunblaðið- það er útsendingaaðili fréttarinnar og ábyrgt fyrir henni.
Sævar Helgason, 4.1.2009 kl. 23:21
The Palestinian health ministry says 509 Palestinians, mostly civilians, have been killed since the Israelis began their assault on Gaza eight days ago.
sama frétt og sigurjón vitnar í ætti að lesa allt málsgreinin fyrir ofan þá sem hann vitnar í.
Hlöðver (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.