10.1.2009 | 17:49
Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Auðlindir sjávar í þjóðareign er krafan
Mikið fjölmenni mætti til mótmælafundar á Austurvelli í dag 10. janúar 2009 . Í fréttum RÚV kl. 16 var sagt að um 1500 mann væru á fundinum - sennilega haft eftir lögreglunni. En raunverulegur fjöldi sem mætti til þessarar mótmælastöðu hefur verið á bilinu 4-5000 manns .
Veður var hið besta , logn og hiti ofan frostmarks.
Og kröfur fólksins eru hinar sömu og frá fyrsta mótmælafundinum í október 2008 :
- Stjórn Seðlabankans víki frá
- Stjórn Fjármálaeftirlitsins víki frá
Og að ríkisstjórnin víki og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má.
Krafa um að Elín og Birna bankastjórar víki.
Ræðumenn og konur fengu mikinn og góðan hljómgrunn .
Nú hafa verið haldnir 14 mótmælafundir á Austurvelli frá því banka og efnahagshrunið skall á þjóðinni í októberbyrjun árið 2008.
Ákalli mótmælenda , sem eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar, hefur í engu verið svarað af stjórnvöldum. Þögn og afskiptaleysi er svarið.
Fram kom að nú fari í hönd fjölgun mótmælafunda og er skammt að bíða setningar Alþingis- Hvað skeður þá ?
Ennþá eru eftirlaun ráðamanna gegn siðvitund fólksins
"Raddir fólksins " hópurinn sem skipuleggur og stendur fyrir þessum mótmælum- leggur áherslu á að mótmælt sé friðsamlega. Það hefur án undantekningar tekist . Mótmælin hafa verið og eru friðsamleg.
Kannski væri árangurinn meiri og víðtækari ef friðurinn væri minni ?
Vonandi átta ráðmenn og konur sig á að þarna eru kjósendur til þings þjóðarinnar að láta raddir sínar heyrast og að koma saman á Austurvelli , vikulega , og sýna samstöðu.
Frá upphafi hafa tugþúsundir mætt á Austurvöll til þessara mótmæla.
En ríkisstjórnin og hennar lið - liðið sem við kusum vorið 2007- hundsar fólkið.
Fjórtándi fundurinn á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.