Eru Vg stjórntækur flokkur við ríkjandi ástand ?

Frétt af mbl.is

„Allt kemur til greina"
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.
Lesa meira

  Nú er talað um stjórnarslit og kosningar í vor . Horft er til Vg um myndun ríkisstjórnar fram að kosningum í vor.  Er það raunhæfur kostur ?

VG skorar alltaf hátt í skoðanakönnunum. Mælist nú samkvæmt skoðanakönnun með um 28%  fylgi

Fólk sem er stuðningsfólk annarra flokka, en er ósátt við þá- notar gjarnan VG , þegar spurt er í skoðanakönnunum- til að veita sínum flokki ráðningu, telji það þess þörf.

Á kjördag er gamli flokkurinn síðan kosinn og raunfylgi VG birtist upp úr kjörkössunum 14-16 % .

Nú er ólga og margir ósáttir , einkum í stjórnarflokkunum- VG fær þann skell með sýndarfylgi.   Nú er ljóst að samkomulag milli stjórnarflokkanna er í molum og samstarfið hangir í lausu lofti. 

Bráðavandi er framundan á næstu dögum vegna fjárhagsmála- atvinnulífs og heimila. Einnig eru ESB málin á mikilvægum tímapunkti.

Gríðarlegir erfiðleikar eru við lánsfjárútvegun erlendis frá vegna þess vantrausts sem ríkir í garð Íslendinga vegna forystu í Seðlabanka,fjármálaeftirliti og fjármálaráðuneyti. Þessar stofnanir eru öllu trausti rúnar.

Sjálfstæðisflokkur er alls ófær um að leysa vanda þessara fjármálastofnana ,en þær heyra undir forsætisráðherra.  Vegna þessa er stjórnakreppa og brýnt að þessi ríkisstjórn verði leyst upp nú þegar. 

Best væri að VG og Samfylkingin , með hlutleysi Framsóknar, myndi ríkisstjórn fram að kosningum í vor.

Nú reynir á VG ,bæði í bráð og lengd. Eru þeir yfirhöfuð ábyrgur stjórnmálaflokkur sem getur tekið á  erfiðum málum , en lífsnauðsynlegum fyrir þjóðina-  eða er hann óábyrgur ?   Fram að þessu hefur þjóðin metið hans trúverðugleika á 16 % 

Við bíðum spennt..

 


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Ég tel,að óbreytt stjórn eigi að sitja fram að kosningum.Ég sé engin rök fyrir því,að stjórn með VG ráði betur við málin fram að kosngum ( sjá blogg mitt í dag um málið).Annað mál er hvað tekur við eftir kosningar.Þá kæmi til greina aö mynda stjórn með VG.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég tel að það eigi að láta reina á VG það er betra að það komi í ljós fyrir kosningar hvort þeir eru stjórntækir því ef þeir eru það ekki þá þarf ekki að eiða tíma í stjórnarmyndun með þá innanborð það sparar tíma og þá þarf fólk ekki að eiða atkvæði sínu á þá

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.1.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband