27.2.2009 | 10:10
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur trausts
Frétt af mbl.is
Ríkisstjórnin fengi meirihluta
I Stjórnarflokkarnir fengju samtals 37 þingmenn ef niðurstöður alþingiskosninga yrðu í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Samfylkingin mælist nú með 31,1% fylgi og fengi 21 þingmann. Flokkurinn hefur bætt við sig nær tíu prósentum frá könnun í byrjun ársins.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ljóst er að ríkisstjórnin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur meirihlutatrausts þjóðarinnar.
Tæp 56 % styðja ríkisstjórnina.
Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. fá tæp 25% fylgi sem hlýtur að teljast gott traust til þeirra og verðskuldað.
Samfylkingin fær rúmlega 31% fylgi sem einnig verður að skoðast sem mikið traust.
Athyglisvert er að núverandi ríkisstjórn er minnihlutastjórn og "nýtur" stuðnings Framsóknarflokksins, en með meirihlutafylgi meðal þjóðarinnar í þessari könnun
Eftir formannsskiptin í Framsókn reis fylgið hjá þeim í rúm 16% en í þessari könnun mælist fylgið tæp 13% . Það hljóta að vera mikil vonbrigði Framsóknarmanna.
Ljóst er að þjóðin kann ekki að meta framgöngu Framsóknar í því hlutverki að styðja minnihlutastjórnina. Stöðug upphlaup Framsóknamanna á alþingi og nú síðast uppnámið kringum Seðlabankafrumvarpið- hefur aukið á ótrúverðugleika þeirra.
Einnig hafa þær efnahagstillögur þeirra um 20% flata skuldaniðurfellingu ekki reynst traustvekjandi- enda fyrst og fremst í þágu auðmanna en skattaklafar lagðir á almenning. Frjálslyndiflokkurinn er að leysast upp.
Þetta eru því athyglisverðar niðurstöður sem þessi skoðanakönnun vísar til...
Ríkisstjórnin fengi meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.