Samfylking stærsti flokkurinn samkv. skoðanakönnun

VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Innlent | Morgunblaðið | 27.3.2009 | 5:33
Mynd 493862 Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV miðað við síðustu könnun fyrir viku. Vinstri grænir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokkurinn var með landsfund um síðustu helgi.
Lesa meira

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samkvæmt þessari skoðanakönnun er Sjálfstæðisflokkur kominn í þriðja sætið með 24,5 % fylgi en Samfylkingin í fyrsta sætið með um 31 % fylgi.

Fylgi Samfylkingarinnar er nokkuð stöðugt í skoðanakönnunum undanfarið - um og yfir 30 %.

Athygli vekur að Borgarahreyfingin er að sækja á - komin með 3,4 % fylgi. Eflaust kemur henni til góða að fjórflokkurinn virðist ætla að heykjast á lýðræðisumbótum sem boðaðar höfðu verið varðandi stjórnlagaþing og persónukjör í komandi kosningum.

Fólkið vill aukið lýðræði - Búsáhaldabyltingin er ekki útdauð. Það verður spennandi að fylgjast með þróun á fylgi Borgarahreyfingarinnar . 

Athygli vekur hin sterka staða Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi - um 35% fylgi.  Samfylkingin var í gærkvöldi að samþykkja framboðslista sinn í SV kjördæmi- mjög sterkur framboðslisti.

Efstu sætin skipa : Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir,Magnús Orri Schram og Lúðvík Geirsson í baráttusætinu .

Það verður spennandi að fylgjast með gengi þessa sterka lista Samfylkingarinnar í SV kjördæmi- hvort sex þingmenn og konur verði raunin... 

VG er á öflugri siglingu og bætir við sig- er með 26,2 % fylgi. Þetta er verðskuldað fyrir VG- þeir hafa staðið sig mjög vel í núverandi ríkisstjórn. En ljóst er að komandi kosningar verða spennandi...


mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ætli það verði ekki aftur 5 flokkar á þingi?

Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband