Samfylking stærst og hefur mest traust.

Samfylking áfram stærst
Innlent | mbl.is | 2.4.2009 | 18:07
Mynd 494591 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn um þessar mundir samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Fylgi flokksins mælist nú 29,4%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mælist 27,7% og fylgi Sjálfstæðisflokksins 25,4%.
Lesa meira

Hún kemur ekki á óvart- þessi niðurstaða í þessari skoðanakönnun.  Samfylkingin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur trausts og trúverðugleika . Forysta Jóhönnu í ríkisstjórn nýtur trausts fólksins í landinu.  VG eru einnig að uppskera fyrir verk sín í ríkisstjórninni. 

Þessi niðurstaða vísar veginn inn í kosningarnar.  Hlutfall svarenda er hátt. Könnunin er því marktæk.

Sjálfstæðisflokkur er með fallandi gengi. Landsfundi nýlokið og uppskeran rýr. 

Tröllsleg ræða fv formanns Davíðs Oddsonar fv. Seðlabankastjóra- fór mjög illa í margan flokksmanninn og konuna - einkum á jaðrinum.

Það heyrist á mönnum á götunni.

Ekki bæta nýjar fréttir af óskiljanlegum fjáraustri 400-500 milljarða  úr Seðlabankanum á síðustu dögum fyrir hrun- hrunið sem Davíð sagðist alltaf hafa verið að vara við. Allt þetta fé er þjóðinni glatað. 

Sjálfstæðisflokkur er eðlilega rúinn öllu trausti þjóðarinnar.  Hönnuður og gerandi hrunsins- að mestu.

Einkavæðing bankanna og hrun þeirra tengist flokknum sterkt.  Flokkurinn leggst þver gagnvart öllum lýðræðisumbótum- við sjáum það við uppákomurnar á Alþingi núna....

Framsóknarflokkur er fastur í 10 % fylgi.

Nýjabrumið með formanninn er liðið og kemur ekki aftur. Flokkurinn hefur staðið sig með eindæmum illa í stuðningi sínum ríkisstjórnina.

Fólkið treystir ekki flokknum- spillingin er ekki langt undan.

Baklandið er það sama og var í ríkisstjórnaþátttöku hans- það veit fólkið.

Einkavæðingin bankanna og hörmuleg afleiðing þess er fólki í fersku minni úr í hruninu.

Önnur framboð ná sér ekki á strik og falla atkvæði þeim greidd því dauð niður. 

En að loknum páskum hefst hörð og snörp kosningabarátta- sú styrsta í sögunni.

Spennandi tímar.


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Sæll Sævar minn,

Teldu endilega upp fyrir okkur ástæðuna (r) fyrir því að þessi ríkisstjórn undir forustu Jóhönnu og Steingríms verðskuldi þetta fylgi.  Þessi (ar) ástæða (ur) hafa greinilega farið fram hjá mér eins og hálfri þjóðinni að minnsta kosti.

Hilmar Heiðar Eiríksson, 2.4.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Sævar Helgason

Eftir hrunið í byrjun október fóru í gang mikil mótmæli gegn þeim sem höfuðábyrgð voru talin bera á efnahagshruninu. Fólkið krafðist þess að ábyrgðaraðilar öxluðu ábyrgð. Einkum voru taldir til bankastjórn Seðlabankans, forystumenn í Fjármálaeftirliti og að vanhæf ríkisstjórn færi frá og boðað yrði til kosninga svo fljótt sem auðið yrði.  Ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir hefur náð fram þessum kröfum fólksins . Til viðbótar var þess krafist að erlendi aðilar yrðu fengnir til að rannsaka bankahrunið- Eva Joly hefur tekið til starfa... þetta metur fólkið... Síðan er verið að vinna að og hafa verið samþykkt ýmis lög gagnvart skuldum heimila . En lýðræðiskrafa fólksins með stjórnlagaþing og persónukjör- strandar á Sjálfstæðisflokki...

Sævar Helgason, 2.4.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Sæll aftur Sævar,

Rétt er það að stjórnin gamla með samfylkingunni og Sjöllunum er fallin og klöppum fyrir því.  En samfylkingin gekk því miður aftur og er enn í sömu líklæðunum í þessari ríkisstjórn og með sama úrræðaleisið að leiðarljósi. Kominn er nýr seðlabankastjóri en enginn hefur enn verið dreginn til ábyrgðar.  Eva Joly hefur verið ráðin til starfa fyrir litlar 325,000 krónur á tímann miðað við 4 tíma vinnu á mánuði á meðan 17,000 íslendingar eru atvinnulausir. 

Þú gleymir 2 mikilvægum málefnum sem þessi ríkisstjórn kom líka í gegn um þingið og skipta sköpum fyrir fjárhag heimilanna.  Þau eru lokun súlu-staðanna og það að setja fleiri á listamannalaun.  Þetta eru nú þvílíkar aðgerðir sem hreinlega redda fjárhagnum hjá þeim sem að verst eru staddir.

En eins og glögglega kemur fram í svari þínu og stuttri upptalningu, á dugnaði ríkisstjórnarinnar, þá eru þessar svokölluðu björgunaraðgerðir ansi máttlausar og enn flestar á teikniborðinu og að sjálfsögðu verða þær þar til fram yfir kosningar. Aðgerðarleysið og dugleysið er því miður algert.  Þessi ríkisstjórn hefur enn ekki lagt fram eina einustu tillögu um marktækar almennar aðgerðir, heldur hefur hún einbeitt sér að gæluverkefnum sem að engu máli skipta fyrir fyrirtækin og heimilin.

Er því nema von að þjóðin spyrji hvað hefur þessi ríkisstjórn gert fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu til að verðskulda þetta fylgi ? Svarið við því er einfalt Sævar minn ekki nokurn skapaðan hlut og því er þessi útkoma óskiljanleg með öllu.

Hilmar Heiðar Eiríksson, 2.4.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband