11.4.2009 | 17:23
Framsókn þarf leyfi fjármálaaflanna vegna opnunar reikninga.
Framsókn biður um leyfi
Laugardagur 11. apríl 2009 kl 13:24
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Framsóknarflokkurinn ætlar að fá leyfi til að gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem styrktu flokkinn árið 2006. Framsókn gaf það upp í gær að heildarframlög lögaðila til flokksins hefðu verið 30,3 milljónir króna árið 2006. Vegna trúnaðar væri hinsvegar ekki hægt að gefa upp nöfn fyrirtækjanna.
Sígfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri flokksins, sagði í hádegisfréttum RÚV að flokkurinn leiti nú samþykkis fyrirtækjanna fyrir því að greint frá því hver þau eru. Hann sagði að nokkrir tugir fyrirtækja hefðu styrkt flokkinn árið 2006 og hæsti styrkurinn numið 5 milljónum króna.
_____________________________________________________________________________
Eitthvað þessu líkt hefur margan grunað.
Forysta Framsóknarflokksins er alfarið háð fjármálaöflunum í baklandinu.
Ekki beint trúverðugur stjórnmálaflokkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sævar þú ert kannski svo ómerkilegur að ef einhver hefur gefið þér eitthvað eða styrkt og vill ekki láta aðra vita um það og þú hefur gengist inná að fara með það sem trúnaðarmál. Að birta það samt án þess að fara fram að fá að birta það við þann eða þá sem hafa styrkt þig.Ég vildi ekki vilja byggja framtíðina á þinum trúverðugleika.
Eggert Karlsson, 11.4.2009 kl. 17:53
Eggert !
Stjórnmálaflokkur er ekki einstaklingur eða einkafyrir tæki úti í bæ. Stjórnmálaflokkurinn er að taka að sér að fara fyrir málum þjóðarinnar- bæði þeirra sem hafa kosið hann og eða ekki. Því er allt annað gildismat lagt á þannig aðila - Stjórnmálaflokkur er opinber aðili. Allir eiga að hafa skoðun á innihaldi og innviðum slíkra opinberra aðila. Þeir aðilar sem styrkja þá eiga enga kröfu á leyndarhjúpi og mega ekki hafa slíka stöðu.. það kallar á spillingu...
Hvort þér finnist ég merkilegur eð ómerkilegur skiptir nákvæmlega engu máli í þessu samhengi.
Sævar Helgason, 11.4.2009 kl. 19:58
Frelasarinn Sævar
Spillinguna Sævar metur
snerti hún ekki þarfir hans
það sem hann má má ei Pétur
mögnuð er leið frelsarans
Eggert Karlsson, 11.4.2009 kl. 22:12
Ef flokkurinn er bundinn trúnaði þá er mikilvægt að leita leyfis til birtingar gagnanna, það eru eðlileg vinnubrögð.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.