12.5.2009 | 14:41
Sjávarútvegsráðherra og stjórnarsáttmálinn.
Boðar víðtækt samráð um fyrningu
Jón Bjarnason.Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra boðar víðtækt samráð um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar með það að markmiði að ná góðri sátt um sjálfbærar veiðar og trygga atvinnu fólks í sjávarbyggðunum. Hann vill ekki slá neinu föstu um innköllun aflaheimilda.
Stjórnarflokkarnir héldu hinni svonefndu fyrningarleið á lofti í aðdraganda kosninganna í vor. Hún byggist í grófum dráttum á því að veiðiheimildir verði innkallaðar í áföngum og endurútdeilt eftir nýjum reglum. Jón Bjarnason var á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun spurður hvað liði áformum um fyrningarleið. Hann ítrekaði að mikið samráð verði haft um fyrningarleiðina. Farið verði hægt í því máli. Jón lagði áherslu á að enginn ætti fiskveiðiauðlindina nema þjóðin. Núgildandi fiskveiðistjórnkerfi sé gallað og hafi leitt mikinn vanda yfir byggðir landsins í kjölfar kvótasölu. Taka verði á vandamálunum í samstarfi við alla hlutaðeigandi.
Hér er eitthvað frjálslega farið með samstarfssamning stjórnarflokkanna af hálfu sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á fyrsta virkum starfsdegi nýrrar ríkisstjórnar.
Í stjórnarsáttmálanum , sem er óvenju viðamikill, segir:
"Endurskoðun mun verða unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiárs 1. september 2010. Skipaður verði starfshópur er vinni að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga. "
Er sjávarútvegsráðherra eitthvað skelkaður við LÍÚ sérhagsmunaklíkuna sem nú er lögst í áróðursherferð til varnar kvótakerfinu- kerfinu þar sem þeir hafa veðsett fiskinn í sjónum 3 aflaár fram í tímann með sjávarútvegsfyrirtækin yfirveðsett í innlendum og erlendum bönkum ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf mann með kjark í þetta verkefni. Jón býr ekki yfir þeim eiginleikum svo mikið er víst.
Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.