MótorMaxverslun sægreifa fer í greiðsluþrot- kvótinn að veði.

 Frétt af mbl.is  Mótormax hélt útsölu en fór svo í þrot

Viðskipti | Morgunblaðið | 14.5.2009 | 7:30
Magnús Kristinsson. Mótormax ehf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og búið er að skipa skiptastjóra yfir þrotabú félagsins. Verslun Mótormax verður í kjölfarið lögð niður og rekstri félagsins hætt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu allt að tuttugu manns missa vinnuna

Mótormax ehf. var í eigu Magnúsar Kristinssonar, sem á einnig Toyota á Íslandi. Félagið rak stórverslun í Reykjavík sem seldi meðal annars fjórhjól, götuhjól, sæþotur, hjólhýsi, húsbíla, fellihýsi, hraðbáta og annan mótorsportvarning. Risaútsala var hjá versluninni um liðna helgi undir nafninu „Miklihvellur." Þar var allt að 70 prósent afsláttur veittur á vörum. thordur@mbl.is

Lesa meira

Þetta er ein birtingamynd kvótabrasksins.  Magnús Kristinsson er sægreifi frá Vestmannaeyjum og einn af stærri "eigendum " fiskveiðikvótans. Braskið með kvótann tekur á sig ýmsar myndir. Hann er veðsettur til kaupa á bílaumboðum, þyrlukaupum, rándýrum sporttólasölum og s. frv. Nú er þetta allt að fara á hausinn. Og hverjir borga ?  Almenningur ? . Mjög sennilega.

Sjávarútvegurinn er yfirveðsettur a.m.k sem nemur verðmæti heildarafla á Íslandsmiðum í þrjú fiskveiðiár. Veðin eru bæði hjá íslenskum og erlendum bankastofnunum. Íslendingar eiga innlendu veðin en þau sem eru í erlendum bönkum eru í þeirra eign. Ekki er seinna vænna en að ríkisstjórnin hraði sér í þá vinnu að yfirtaka allar fiskveiðiheimildir samkvæmt núverandi kvótakerfi og taki upp fyrningaleiðina sem svo er nefnd. Leik sægreifanna með fjöregg þjóðarinnar verður að ljúka- þó fyrr hefði verið....


mbl.is Mótormax hélt útsölu en fór svo í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband