Sjálfstæðisflokkurinn og endurreisnin á Íslandi.

„Jóhanna flutti gamlar fréttir"
Innlent | mbl.is | 25.5.2009 | 15:59
Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði flutt gamlar fréttir í skýrslu sinni um efnahagsmál og gæfi þingheimi ekki mikla von.
Lesa meira

Þetta segir formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta er alveg hárrétt hjá honum. Við vissum um þetta allt saman eftir hrunið í október.

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á því ástandi sem nú er að leggja gífurlegar skuldabyrðar á alla þjóðina.

Nýjar upplýsingar segja okkur að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í fjármálageiranum hafi verið gerð alvarleg mistök. svo dæmi sé tekið.

Undir forystu þeirra í Seðlabankanum brunnu upp 350 milljarðar kr. skömmu fyrir hrun bankanna.

Bankastjórn Seðlabankans hafði lánað bönkunum 350 milljarða kr með veði í eigin skuldabréfum þeirra- þrátt fyrir að formaður bankastjórnarinnar hafi lýst því að hinir sömu bankar ættu sér ekki lífs von.

Bankarnir hrundu í október sl og þessir 350 milljarðar urðu að verðlausum skuldabréfapappír . Allt lendir þetta á skattgreiðendum þessa lands. Til samnburðar eru skuldinar vegna Icesave 70 milljarðar.

Nú verður þessi þjóð að standa saman við endurreisnina. Það ætti Sjálfstæðisflokkurinn að skilja mæta vel. 

Hinn nýi formaður Bjarni Benediktsson er vel í stakk búinn til þeirra verka- ef hann vill.


mbl.is „Jóhanna flutti gamlar fréttir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég þekki manninn ekki nema af því sem ég hef lesið í fréttum undanfarið, svo ég get ekki sagt til um það hvort hann sé vel í stakk búinn til að standa saman um endurreisn.

Villi Asgeirsson, 25.5.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Sævar Helgason

Núverandi formaður Flokksins Bjarni Benediktsson er ekki mengaður af hruninu eins og fyrri forysta - það er mikill kostur. Þessvegna er hann vel í stakk búinn til að koma með jákvæðum hætti að endurreisn. En Flokkurinn og hann sjálfur þarf að hafa vilja.. það er sem þarf.

Sævar Helgason, 25.5.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband