29.8.2009 | 10:43
Fv. bankastjóri Kaupþings gefur Seðlabanka Íslands ráð.
"Hreiðar Már segir vaxtastefnu vitleysu
Afnám verðtryggingar, lækkun stýrivaxta og breyting erlendra lána í krónur eru nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að mati Hreiðars Más Sigurðssonar.
Efnahagsmál: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands sé með ólíkindum. (Fréttablaðið 29.08.2009)"
Þetta er forsíðufréttin í Fréttablaðinu í dag 29.08.2009 .
Nú eru útrásarvíkingar og þar með eigendur Fréttablaðsins orðnir langeygir eftir að fá að ljúka við að sópa öll verðmæti út úr þjóðinni. Helst hafa þeir augastað á lífeyrissjóðunum.
Með því að afnema verðtryggingu þeirra og lækka almenna vexti og undir verðbólgustig- þá er auðveldur leikur að fá alla þá fjármuni á silfurfati.
Þessum mönnum er greinilega ekki alls varnað - eftir að hafa sett heila þjóð á hausinn og á vonarvöl.
Í gær var verið að gangast við ábyrgð þjóðarinnar á ICESAVE reikningnum sem þeir stofnuðu til í Hollandi og Bretlandi.
Og nú á haustmánuðum verður mesti niðurskurður fjárlaga sem þjóðin hefur kynnst frá upphafi.
Allt í boði þessara banka og útrásarglæframanna-þar með talinn þessi Heiðar Már Sigurðsson fv. bankastjóri.
Og hver skyldi vera "eigandi " Fréttablaðsins.... Jón Ásgeir Jóhannesson..útrásagúrú og stærsti gjaldþrota einstaklingur Íslands... Þá höfum við samhengið í málflutningi þessa snepils....
Nú þegar hefur lífeyrir rýrnað um 25-30% vegna þessara gjaldþrota og enn meiri rýrnun er framundan--- allt í boði þessara fjárglæframanna .
Vonandi fer senn að líða að því að þessir fjárglæframenn fari að svara til ábyrgðar- fyrir dómstólum...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.