2.10.2009 | 10:33
Stóriðjuskattar - gengismunur ?
Frétt af mbl.is
Stórtækir auðlindaskattar
Innlent | Morgunblaðið | 2.10.2009 | 6:37
Þetta eru tölur og áform sem ég sé ekki að gangi upp á nokkurn hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í fjárlagafrumvarpi er áformaður sextán milljarða tekjuauki af umverfis-, orku- og auðlindasköttum. Það gæti þýtt milljarðaskattheimtu af hverju álfyrirtæki fyrir sig, þegar fram í sækir, en þau eru kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku í landinu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Erlendu stóriðjufyrirtækin hafa fengið miklar skattaívilnanir - langt umfram venjuleg íslensk fyrirtæki.
Og við hið gríðarlega gengisfall íslensku krónunnar hefur allur innlendur kostnaður þeirra svo sem launagjöld og skattgreiðslur minnkað tilsvarandi.
Allur rekstur þeirra er gerður upp í USD .
T.d upplýsti Alcoa á Reyðarfirði, nýlega, að launakostnaður væri núna um 6,6% af rekstrarkostnaði. Fyrir þetta mikla gengishrun var meðallaunakostnaður svona fyrirtækja ca. 10-11 % af rekstrakostnaði. Tilsvarandi má ætla skattgreiðslurnar- þær hafa orðið þeim miklu léttbærari- í USD talið.
Þess vegna er ekkert verið að íþyngja þessum ágætu fyrirtækjum þó nokkrir fjármunir komi í okkar hlut vegna þessa gengismunar.
Tímabundin sanngjörn skattheimta á þau er því réttlætanleg .
Stórtækir auðlindaskattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Það er svo sannarlega tími til að skoða eitthvað annað en 50+ þúsund króna skattahækkun á fjölskyldu á mánuði!
Georg O. Well (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.