Ný störf á vegum NATO á Suðurnesjum

Frétt af mbl.is

Þjóna herjum NATO-ríkja
Innlent | Morgunblaðið | 12.10.2009 | 7:04
Frönsk Mirageherþota á Keflavíkurflugvelli. Viðræður standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra aðalverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta eru frábærar fréttir, gangi mál eftir sem miklar líkur eru á. 

Sannarlega gott fyrir Suðurnesjamenn að atvinnuumsvif á Keflavíkurflugvelli séu að færast í aukana. Hér er merkilegt sprotafyrirtæki að koma til landsins.

Takist vel til og orðsporið verði traust og gott- fylgir fleira í kjölfarið.

Sannarlega gott að heyra þetta nú þegar dökk ský hrannast upp  varðandi Helguvíkuráformin. En komið hefur í ljós að næg orka er ekki í sjónmáli svo og fjármögnum bæði álversins og ekki síst  OR eru í uppnámi.

  Höfum við ekki horft of einangrað til stóriðju sem allsherjarlausnar í atvinnumálum ?

Er ekki heppilegra að atvinnulífið verði fjölbreitt og að sú orka sem við ráðum yfir verði nýtt til smærri en fleiri framleiðsluþátta en þeirrar einsleitni sem ráðið hefur ? 

Við uppbyggingu álvera er kostnaður /starfsmann um 350 milljónir ísl kr eða meir. Nú verðum við að nýta fjármuni mjög vel- tími sóunar er liðinn. 

Vonandi tekst vel til með þetta Nato-verkefni sem er í uppsiglingu á Suðurnesjum.


mbl.is Þjóna herjum NATO-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband