22.10.2009 | 20:34
Vegagerð um Teigsskóg hafnað
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg
Innlent | mbl.is | 22.10.2009 | 16:47
Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.
Lesa meira
Frá Teigsskógi- þessu átti að rústa fyrir vegagerð
Teigsskógur er víðáttumesti náttúrulegi birkiskógurinn á Vestfjörðum og mjög stór á landsvísu. Teigsskógur er upprunalegur birkiskógur með reynitrjám og miklum undirgróðri, sem er einstakur. Teigsskógur er á náttúruminjaskrá auk þess sem fornminjar eru nokkrar á svæðinu. Dýralíf er mikið enda svæðið afskekkt og afar fjölskrúðugt náttúrufar.
Með þessum úrskurði Hæstaréttar hefur umhverfisvernd á Íslandi unnið merkan sigur.
Því ber að fagna...
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.