Ný tækifæri í orkunýtingu og atvinnumálum

Samið við Verne Holding
Innlent | mbl.is | 23.10.2009 | 16:55
Athafnasvæði Verne Global á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ voru árituð í iðnaðarráðuneytinu í dag. Samningurinn kveður á um tímabundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi.
Lesa meira

Þetta eru mjög góðar fréttir.

Mikilvægt er hjá okkur Íslendingum að  fjölga orkunýtingarkostum okkar.

Að vera ekki með öll orkueggin á einni álkörfu.

Gagnaverin eru langt í frá eins orkufrek og áliðnaðurinn en skapa samt mjög góð atvinnutækifæri í hátækniiðnaði.

Áliðnaðurinn hér á landi er að verða kominn á mörkum þess sem æskilegt er. Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík brutu blað í atvinnu og orkusögu okkar. Það reyndist heillaspor. Reynslan hefur sannað það . Mikil tækniþekking , verkfræðiþekking og reynsla af stórframkvæmdum fylgdi í kjölfarið. Sú þekking og reynsla yfirfærðist út í allt þjóðfélagið með einum eða öðrum hætti.

Og nú stöndum við á þröskuldi nýrrar tækni og þekkingar með þessum nýju orkunýtingarkostum sem eru að banka uppá .

Gagnaverin eru dæmi um það. Atvinnulífið verður fjölbreyttara og traustari stoðir verða undir okkar orkubúskap.

Verne Holding gagnaverinu er fagnað...


mbl.is Samið við Verne Holding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband