23.10.2009 | 21:44
Ný tækifæri í orkunýtingu og atvinnumálum
Samið við Verne Holding
Innlent | mbl.is | 23.10.2009 | 16:55
Drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ voru árituð í iðnaðarráðuneytinu í dag. Samningurinn kveður á um tímabundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi.
Lesa meira
Þetta eru mjög góðar fréttir.
Mikilvægt er hjá okkur Íslendingum að fjölga orkunýtingarkostum okkar.
Að vera ekki með öll orkueggin á einni álkörfu.
Gagnaverin eru langt í frá eins orkufrek og áliðnaðurinn en skapa samt mjög góð atvinnutækifæri í hátækniiðnaði.
Áliðnaðurinn hér á landi er að verða kominn á mörkum þess sem æskilegt er. Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík brutu blað í atvinnu og orkusögu okkar. Það reyndist heillaspor. Reynslan hefur sannað það . Mikil tækniþekking , verkfræðiþekking og reynsla af stórframkvæmdum fylgdi í kjölfarið. Sú þekking og reynsla yfirfærðist út í allt þjóðfélagið með einum eða öðrum hætti.
Og nú stöndum við á þröskuldi nýrrar tækni og þekkingar með þessum nýju orkunýtingarkostum sem eru að banka uppá .
Gagnaverin eru dæmi um það. Atvinnulífið verður fjölbreyttara og traustari stoðir verða undir okkar orkubúskap.
Verne Holding gagnaverinu er fagnað...
Samið við Verne Holding | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.