Stóriðjan og íslenska krónan

Ágreiningur í skattamálum
Innlent | mbl.is | 28.10.2009 | 7:30
Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu. Samninganefnd ASÍ fagnar því að tekist hefur að verja kjarasamninginn og treystir því að ásættanleg niðurstaða náist um framhald stöðugleikasáttmálans. Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöld var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er fagnaðaefni að sátt skuli haldast  á vinnumarkaði- nægur er annar vandi. 

Skattamál stóriðjufyrirtækja og fl. hafa verið mjög til umræðu í þessum kjaraviðræðum.

Atvinnulífið virðist hafa lagt þunga áherslu á að þessum fyrirtækjum verði ekki gert að leggja neitt til þessa samfélags á erfiðum tímum- fyrirtækin þoli það ekki. 

Nú er það svo að með falli krónunnar um 100% hefur rekstrargrundvöllur þessara fyrirtækja vænkast mjög .Þeirra gjaldmiðill er  USD.

Það er því ljóst að launakostnaður hefur lækkað stórlega og öll innlend aðföng, sem eru veruleg. Sama á við skattgreiðslur þær eru greiddar í ísl. kr en útlátin eru miðuð við USD.

Hagnaður þeirra á falli ísl. krónunnar er því mjög verulegur.

En stóriðjufyrirtækin bera sig illa.

Forstjóri ALCOA á Íslandi fullyrti að skattgreiðslur hjá því fyrirtæki væru um 4 milljarðar ísl kr.

Ríkisskattstjóri upplýsti að heildarskattgreiðslur allra stóriðjufyrirtækjanna væru 1,9 milljarðar ísl kr.

Þegar forstjóri ALCOA var spurður um þennan mikla mun á því sem hann héldi fram- kom í ljós að hann hafði slegið saman í einn pakka öllum skattgreiðslum sem yrðu til við rekstur Alcoa- þar með talið af launum starfsmanna og þeim sköttum sem viðskiptavinir ALCOA greiddu vegna viðskipta við fyrirtækið.

Þetta er ekki beint traustvekjandi málflutningur hjá forstjóra Alcoa á Reyðafirði. 

Að leggja einhver smágjöld á þessi fyrirtæki í því árferði sem íslenska þjóðin gengur nú í gegnum er þeim ekki íþyngjandi miðað við stöðu mála fyrir hrun gjaldmiðils okkar-ísl krónunnar...

 

 


mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband