27.11.2009 | 14:37
Er Reykjavíkurborg að niðurgreiða skipaþjónustu ?
Rannsaka stuðning við Stáltak
Innlent | mbl.is | 27.11.2009 | 13:52
Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðarkaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjárstuðnings Reykjavíkurhafnar (nú Faxaflóahafnir) við rekstur Stáltaks hf.
Lesa meira
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta er frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ. Ef rétt reynist sem fram kemur í fréttinni - þá er hér á ferðinni mál sem löngu er tímabært að taka á. Að opinberir aðilar niðurgreiði aðstöðu einkaaðila og skekki þar með samkeppnisstöðu annarra í viðkomandi greinum atvinnulífsins. Í Hafnarfirði er rekin öflug skipaþjónusta með flotkvíum ( slipp) og hefur verið í áratugi. Mikilvæg atvinna er tengd þessum rekstri.
Það skiptir bæði Hafnarfjarðarbæ og viðkomandi skipaþjónustuaðila miklu- að rekstrarskilyrði séu af hálfu opinberra aðila sambærileg.
Hafnarfjarðarbær stendur sig vel í því að taka á þessu máli.
Rannsaka stuðning við Stáltak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.